Er fyrirtækið nú stærsti erlendi hluthafi bankans og fjórði stærsti hluthaf bankans á eftir Ríkissjóði, Lífeyrissjóði starfsmanna ríkisins og Gildi lífeyrissjóði.

Í gær var Capital Group skráð fyrir 4,51 prósent og hefur fyrirtækið því bætt við hlut sinn með kaupum á markaði í gær.

Capital Group var ekki meðal hluthafa eftir frumútboð bankans í júní á síðasta ári.

Capital Group hefur höfuðstöðvar í Los Angeles í Kaliforníu. Fyrirtækið var stofnað 1931 og stýrir eignum að verðmæti 2600 milljörðum Bandaríkjadala.