Ægir brugg­hús og Nói-Síríus hafa til­kynnt fram­leiðslu á nýjum bjór sem mun bera sam­eigin­legt heiti með súkku­laðs­stykkinu Eitt Sett. Eitt Sett verður nú selt í fljótandi formi yfir páskana í tak­mörkuðu magni.

Bjórinn verður nýjasta við­bótin hjá Ægi brugg­húsi og verður 5 prósenta brún­öl með súkku­laði- og lakkrís­bragði.

Fyrir­tækin segja að sam­starfið hafi verið virki­lega á­nægju­legt og að út­koma bjórsins ætti að fara vel ofan í flest bjór- og súkku­laði­að­dá­endur.

“Við erum hrika­lega spenntir að bjóða upp á þennan eðal­drykk. Eitt Sett hefur verið í sér­stöku upp­á­haldi hjá mér frá barn­æsku og því fannst mér til­valið að heyra í Nóa Síríus mönnum og út­búa þessa goð­sagna­kenndu súkku­laði og lakkrís tvennu í fljótandi formi. Út­koman er frá­bær og bjórinn rennur ljúf­lega niður. Okkur hlakkar mikið til að bjóða fólki að skála í bjór á meðan það hámar í sig páska­eggin,” segir Ólafur S.K. Þor­valdz, fram­kvæmda­stjóri og brugg­meistari Ægis Brugg­húss.