Ægir brugghús og Nói-Síríus hafa tilkynnt framleiðslu á nýjum bjór sem mun bera sameiginlegt heiti með súkkulaðsstykkinu Eitt Sett. Eitt Sett verður nú selt í fljótandi formi yfir páskana í takmörkuðu magni.
Bjórinn verður nýjasta viðbótin hjá Ægi brugghúsi og verður 5 prósenta brúnöl með súkkulaði- og lakkrísbragði.
Fyrirtækin segja að samstarfið hafi verið virkilega ánægjulegt og að útkoma bjórsins ætti að fara vel ofan í flest bjór- og súkkulaðiaðdáendur.
“Við erum hrikalega spenntir að bjóða upp á þennan eðaldrykk. Eitt Sett hefur verið í sérstöku uppáhaldi hjá mér frá barnæsku og því fannst mér tilvalið að heyra í Nóa Síríus mönnum og útbúa þessa goðsagnakenndu súkkulaði og lakkrís tvennu í fljótandi formi. Útkoman er frábær og bjórinn rennur ljúflega niður. Okkur hlakkar mikið til að bjóða fólki að skála í bjór á meðan það hámar í sig páskaeggin,” segir Ólafur S.K. Þorvaldz, framkvæmdastjóri og bruggmeistari Ægis Brugghúss.