Það þarf að gefa í við innviðauppbyggingu. Það er hægt að fá aukinn slagkraft ef hið opinbera fær einkaaðila með sér í lið. Þetta er það stórt og fjölbreytt verkefni að það væri gott ef einkaaðilar komi að fjármögnun og utanumhald að einhverju leyti.

Þetta sagði Konráð S. Guðjónsson, aðstoðarframkvæmdastjóri Viðskiptaráðs, í sjónvarpþættinum Markaðurinn sem frumsýndur verður klukkan 19 á Hringbraut.

Konráð sagði að einkaaðilar hafi ríkari hvata til að halda sig við fjárhagsáætlanir en hið opinbera. „Það er mikið í húfi fyrir einkaaðilann að þetta gangi upp,“ bætti hann við.