Innlent

Eimskip stóð öðrum framar í Kauphöllinni

Fréttablaðið/Stefán

Hlutabréf í Eimskip höfðu hækkað um 6,16 prósent í 382 milljóna króna viðskiptum þegar markaðurinn lokaði í dag. 

Fimm framkvæmdastjórar hjá Eimskip keyptu hlutabréf í skipafélaginu í morgun fyrir samtals 200 milljónir króna. Voru bréfin keypt á genginu 211 en það stendur nú í 224.

Sjá einnig: Keyptu í Eimskip fyrir 200 milljónir

Þá hækkuðu Skeljungur um 2,59 prósent, Reginn um 2,34 prósent og Reitir um 1,84 prósent.

Icelandair lækkaði um 4,18 prósent í 162 milljóna króna viðskiptum en eins og greint var frá í gærkvöldi hafa fundir stjórnenda WOW air og Indigo Partners undanfarna tvo daga gengið vel að sögn beggja aðila. 

Marel lækkaði um 2,39 prósent í 699 milljóna króna viðskiptum. Úrvalsvísitalan lækkaði um 1,17 prósent og veltan í Kauphöllinni nam samtals tæpum 3,2 milljörðum króna.

Sjá nánari upplýsingar á markadurinn.is.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Innlent

Mentis réttur eigandi að hlut í RB

Innlent

Hreint styrkir Votlendissjóð á afmælisdaginn

Innlent

Ásmundur setur Bríeti á laggirnar

Auglýsing

Nýjast

Iceland Seafood vill á aðalmarkað Kauphallar

Brunaútsala á öllu flugi hjá WOW

Helga Hlín segir sig úr til­nefningar­nefnd VÍS

Vextir Seðla­bankans ó­breyttir

Nýtt ­app Arion banka opið öllum

Sjóðir Eaton Vance bæta við sig í Arion

Auglýsing