Þrjú ný félög koma inn í OMXI10 vísitöluna um áramótin og þrjú önnur falla út af listanum.

Eftirfarandi félög koma ný inn í vísitöluna:

 • Eimskipafélag Íslands
 • Síldarvinnslan
 • Íslandsbanki

Eftirfarandi félög fara þá úr vísitölunni:

 • Iceland Seafood International
 • Vátryggingafélag Íslands
 • Reitir fasteignafélag

OMX Iceland 10 vísitalan, Úrvalsvísitala Nasdaq Iceland, er samsett af þeim tíu félögum sem mest viðskipti eru með á hlutabréfamarkaði Nasdaq Iceland. Endurskoðun á sér stað tvisvar á ári og tekur ný samsetning vísitölunnar gildi í janúar og júlí ár hvert.

Á fyrri helmingi næsta árs verður Úrvalsvísitalan svona samsett:

 • Arion banki
 • Eimskipafélag Íslands
 • Festi 
 • Hagar
 • Icelandair
 • Íslandsbanki
 • Kvika banki
 • Marel
 • Síminn
 • Síldarvinnslan