Innlent

Eim­skip sagði upp á­tján í síðustu viku

​Átján manns var sagt upp störfum hjá Eimskipum í síðustu viku.

Eimskip uppfærði afkomuspá sína undir lok síðasta mánaðar.

Átján manns var sagt upp störfum hjá Eimskipum í síðustu viku. Greint var frá á Vísi fyrst. Ólafur William Hand, upplýsingafulltrúi fyrirtækisins, staðfestir uppsagnirnar í samtali við Fréttablaðið og segir að um sé að ræða sextán starfsmenn fyrirtækisins hér á landi en tvo á erlendum skrifstofum þess.

Hann segir að ákvörðunin sé hluti af hagræðingarferli sem hefur verið í gangi undanfarið. Hann segist hins vegar búast við að uppsagnirnar verði ekki fleiri á árinu en erfitt sé að segja til um hvað muni gerast á komandi mánuðum.

Eimskip gaf út uppfærða afkomuspá í síðasta mánuði þar sem afkoman var lækkuð um 15 prósent, úr 57 til 63 milljón evra rekstrarhagnaði niður í 49 til 53 milljóna hagnað.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Innlent

Eimskip lækkar afkomuspá um 15 prósent

Innlent

Lækkun Eimskips endaði í 12,6 prósentum

Innlent

Hlutabréf í Eimskip falla skarpt

Auglýsing

Nýjast

Svipmynd: Mikilvægt að fyrirtækið sé rétt stillt af

Fasteignafélögin fengu meðbyr

Skot­silfur: Leita til Logos og Deloitte

Íslensk flugfélög geta samið um Síberíuflugleiðina

Fasteignafélög fengið nær alla athyglina í dag

Enn syrtir í álinn hjá Snapchat

Auglýsing