Stjórn Eimskips hefur ákveðið að vísa úrskurði yfirskattanefndar til dómstóla, að því er segir í tilkynningu til Kauphallarinnar.

Í desember 2017 úrskurðaði Ríkisskattstjóri að fyrirtækið yrði að greiða skatta af starfsemi í erlendum dótturfélögum.

Fram kemur í ársreikningi Eimskips fyrir árið 2018 að Ríkisskattstjóri hafi kveðið á um að fyrirtækið skyldi greiða 200 þúsund evrur í tekjuskatt vegna reksturs kaupskipa í erlendum dótturfélögum fyrir árin 2013 og 2014.

Tapist málið fyrir dómstólum eru áhrif á rekstrarreikning félagsins óveruleg því kostnaðurinn hefur þegar verið gjaldfærður.

Fréttin hefur verið uppfærð.