Stjórn Eimskipafélags Íslands hefur lagt til að laun stjórnarformann og varaformanns verði lækkuð. Þetta kemur fram í tillögum stjórnar til aðalfundar sem verður haldinn 28. mars í höfuðstöðvum félagins. 

Samkvæmt tillögunum munu laun stjórnarformanns lækka þannig að hann fái ekki tvöföld laun meðstjórnanda heldur 1,5 sinnum hærri laun. Verður hann því með 470 þúsund á mánuði. Þá munu laun varaformanns lækka úr 470 þúsundum króna á mánuði í 450 þúsund en önnur laun haldast óbreytt.

Baldvin Þorsteinsson er núverandi stjórnarformaður Eimskips og Hrund Rudolfsdottir er varaformaður.

Sjá einnig: Eimskip breytir skipulagi og lækkar laun forstjórans

Um miðjan janúar greindi Eimskip frá því að laun Vilhelms Más Þorsteinssonar, nýs forstjóra, myndu taka mið af þeirri áherslu stjórnar að lækka þurfi kostnað félagsins.