Innlent

Eim­skip vill lækka laun stjórnar­for­manns

Eimskip réðst í skipulagsbreytingar í byrjun árs. Fréttablaðið/Vilhelm

Stjórn Eimskipafélags Íslands hefur lagt til að laun stjórnarformann og varaformanns verði lækkuð. Þetta kemur fram í tillögum stjórnar til aðalfundar sem verður haldinn 28. mars í höfuðstöðvum félagins. 

Samkvæmt tillögunum munu laun stjórnarformanns lækka þannig að hann fái ekki tvöföld laun meðstjórnanda heldur 1,5 sinnum hærri laun. Verður hann því með 470 þúsund á mánuði. Þá munu laun varaformanns lækka úr 470 þúsundum króna á mánuði í 450 þúsund en önnur laun haldast óbreytt.

Baldvin Þorsteinsson er núverandi stjórnarformaður Eimskips og Hrund Rudolfsdottir er varaformaður.

Sjá einnig: Eimskip breytir skipulagi og lækkar laun forstjórans

Um miðjan janúar greindi Eimskip frá því að laun Vilhelms Más Þorsteinssonar, nýs forstjóra, myndu taka mið af þeirri áherslu stjórnar að lækka þurfi kostnað félagsins. 

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Innlent

Bætti við sig í Marel fyrir 550 milljónir

Innlent

Gert að greiða slita­búi Lands­bankans 30 milljónir evra

Innlent

Tanya Zharov kemur ný inn í stjórn Sýnar

Auglýsing

Nýjast

JP Morgan notast við taugavísindi í ráðningum

Fjárfestar setja skilyrði um #MeToo ákvæði

4,4 milljóna gjald­þrot pítsu­staðar

„Berja bumbur með slagorðum úr kommúnískri fortíð“

Segir skilninginn ríkari hjá norskum stjórn­mála­mönnum

Worldpay selt fyrir 43 milljarða dala

Auglýsing