Sam­keppn­is­eft­ir­lit­ið og Eim­skip und­ir­rit­uð­u í dag sátt vegn­a rann­sókn­ar á ætl­uð­um brot­um Eim­skips og Sam­skip­a hf. gegn sam­keppn­is­lög­um og EES-samn­ingn­um. Rann­sókn­in tók til hátt­sem­i fyr­ir­tækj­ann­a á mörk­uð­um fyr­ir sjó­flutn­ing­a, land­flutn­ing­a, flutn­ings­miðl­un og tengd­a þjón­ust­u.

Með und­ir­rit­un sátt­ar­inn­ar er rann­sókn Sam­keppn­is­eft­ir­lits­ins á Eim­skip lok­ið en ætl­uð brot Sam­skip­a eru hins veg­ar enn til rann­sókn­ar hjá Sam­keppn­is­eft­ir­lit­in­u.

Hún fel­ur í sér að Eim­skip við­ur­kenn­ir al­var­leg brot á sam­keppn­is­lög­um, greið­ir einn og hálf­an millj­arð krón­a. í stjórn­valds­sekt sem renn­ur í rík­is­sjóð. Auk þess skuld­bind­ur fyr­ir­tæk­ið sig til þess að gríp­a til að­gerð­a sem vinn­a gegn því að brot end­ur­tak­i sig.

Eim­skip og Sam­skip áttu í um­fangs­mikl­u sam­ráð­i þrátt fyr­ir að vera meint­ir sam­keppn­is­að­il­ar.

Þau brot sem Eim­skip við­ur­kennd­i skipt­ast í sex liði:

  • Sam­ráð við Sam­skip á síð­ar­i hlut­a árs­ins 2008 um breyt­ing­ar á sigl­ing­a­kerf­um og tak­mörk­un á flutn­ings­get­u í sjó­flutn­ing­um til og frá Ís­land­i.
  • Sam­ráð við Sam­skip um skipt­ing­u á mörk­uð­um eft­ir stærr­i við­skipt­a­vin­um í sjó- og land­flutn­ing­um. Sam­ráð þett­a var um­fangs­minn­a á lok­a­ár­i rann­sókn­ar­tím­a­bils­ins (á ár­in­u 2013).
  • Sam­ráð við Sam­skip um á­lagn­ing­u gjald­a og af­slátt­ar­kjör í flutn­ing­a­þjón­ust­u og um miðl­un á mik­il­væg­um verð- og við­skipt­a­upp­lýs­ing­um. Sam­ráð þett­a var um­fangs­minn­a á lok­a­ár­i rann­sókn­ar­tím­a­bils­ins (á ár­in­u 2013).
  • Sam­ráð við Sam­skip um land­flutn­ing­a­þjón­ust­u á flutn­ing­a­leið­um á Ís­land­i og skipt­ing­u á mörk­uð­um á til­tekn­um flutn­ing­a­leið­um.
  • Sam­ráð við Sam­skip um sjó­flutn­ing­a mill­i Ís­lands og ann­arr­a Evróp­u­land­a, og aðr­ar að­gerð­ir sem mið­uð­u að því að rask­a sam­keppn­i í flutn­ings­þjón­ust­u.
  • Sam­ráð við Sam­skip um sjó­flutn­ing­a mill­i Ís­lands og Norð­ur-Amer­ík­u þeg­ar ekki var í gild­i und­an­þág­a frá 10. gr. sam­keppn­is­lag­a.

Eim­skip við­ur­kenn­ir einn­ig að til­tek­ið ó­lög­mætt sam­ráð við Sam­skip hafi ver­ið fyr­ir hend­i áður en fund­ur fyr­ir­tækj­ann­a átti sér stað 6. júní 2008. Sam­kvæmt frétt­a­til­kynn­ing­u frá Sam­keppn­is­eft­ir­lit­in­u var það sam­ráð hins veg­ar um­fangs­minn­a en sam­ráð­ið sem hófst eft­ir um­rædd­an fund. Tók það með­al an­an­rs til land­flutn­ing­a á Norð­ur­land­i og sam­ráðs um sjó­flutn­ing­a mill­i Ís­lands og Norð­ur-Amer­ík­u þeg­ar ekki var í gild­i und­an­þág­a frá sam­keppn­is­lög­um.

Til við­bót­ar við­ur­kenn­ir fyr­ir­tæk­ið að hafa brot­ið gegn sam­keppn­is­lög­um með því að hafa ekki veitt nauð­syn­leg­ar eða rétt­ar upp­lýs­ing­ar eða af­hent gögn í þágu rann­sókn­ar Sam­keppn­is­eft­ir­lits­ins.