Innlent

Eik tapaði dómsmáli gegn Andra Má

Héraðsdómur taldi málatilbúnað Eikar ekki samrýmast nægjanlega áskilnaði um glöggan og skýran málatilbúnað í stefnu.

Eik fasteignafélag hafði ekki erindi sem erfiði í málarekstri sínum gegn Andra Má Ingólfssyni, forstjóra og eiganda Primera Travel Group, í tengslum við kaup fasteignafélagsins á Heimshótelum.

Eik keypti Heimshótel af Andra Má snemma árs 2016 fyrir 3,6 milljarða króna en Heimshótel heldur utan um fasteignirnar að Pósthússtræti 2, Tryggvagötu 28 og Hafnarstræti 9-11.

Í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur segir að í framhaldi af afhendingunni hafi verið gerð endurskoðun á reikningum félagsins fyrir árið 2016 sem leiddi til þess að gerðar voru athugasemdir við færslur vegna framlaga Heimshótela í viðhaldssjóð á tíu ára tímabili sem ekki voru taldar samræmast lögum um tekjuskatt. Færð var leiðrétting í ársreikninginn fyrir árið 2016 og munu Heimshótel hafa greitt rúmar 53 milljónir króna í tekjuskatt vegna umræddrar leiðréttingar.

Héraðsdómur taldi málatilbúnað Eikar ekki samrýmast nægjanlega áskilnaði um glöggan og skýran málatilbúnað í stefnu. Annmarkar á málatilbúnaðinum hafi verið til þess fallnir að torvelda efnislegar varnir og gera dómaranum erfitt um vik að leggja dóm á sakarefni málsins. Var málinu vísað frá héraðsdómi og Eik gert að greiða Andra Má 1,5 milljónir í málskostnað.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Innlent

Hækkun snerist í lækkun eftir fréttir af WOW

Innlent

Tvö framboð til stjórnar VÍS dregin til baka

Innlent

At­lants­olía vildi kaupa elds­neytis­stöðvar af N1

Auglýsing

Nýjast

Fjárfesting Indigo í WOW nemi allt að 9,4 milljörðum

Baldvin kaupir fyrir tugi milljóna í Eimskip

Icelandair hækkar verulega í fyrstu viðskiptum

Ferðamönnum mun að öllum líkindum fækka

Aurum Holding-málið ekki fyrir Hæstarétt

Mikil viðskipti með bréf Reita

Auglýsing