Stjórn fasteignafélagsins Eikar hefur hækkað arðgreiðsluhlutfallið úr 35 prósentum í 50 prósent, af handbæru fé frá rekstri. Að frádreginni þeirri fjárhæð sem nýtt verður í kaup á eigin bréfum fram að boðun næsta aðalfundar.

„Við teljum rekstur félagsins hafa gengið vel og eðlilegt að hluthafar njóti góðs af því. Meðal annars höfum við náð að lækka fjármagnskostnað félagsins á undanförnum árum, sem eykur arðgreiðslugetu félagsins,“ segir Garðar Hannes Friðjónsson, forstjóri Eikar, við Markaðinn. Sá fyrirvari er þó sleginn í arðgreiðslustefnunni, að við mótun tillögu um arðgreiðslu skuli litið til fjárhagsstöðu félagsins, fyrirætlana um fjárfestingar og stöðu efnahagsmála.