Hrein eign lífeyrissjóðsins Gildi nam í árslok síðasta árs 517,3 milljörðum króna og hækkaði því um 47,7 milljarða milli ára. Á síðasta ári greiddu 53.527 sjóðfélagsins til lífeyrissjóðsins og 22.255 einstaklingar fengu greiddan lífeyri úr sjóðnum. Þá eiga 226.014 sjóðfélagar réttindi hjá sjóðnum.

Í ársskýrslu lífeyrissjóðsins kemur fram að góð afkoma skýrist helst af góðri ávöxtun erlendra hlutabréfa sem hækkuðu um 13,3 prósent í íslenskum krónum á síðasta´ari. Eins skiluðu innlend skuldabréf góðri afkomu. Vægi erlendra eigna nam 32,7% í árslok, samanborið við 27,1 prósent í árslok 2016. „Stefna sjóðsins er að auka vægi erlendra eigna enn frekar á komandi árum með það að markmiði að auka áhættudreifingu sjóðsins. “

Aðalfundur Gildis verður haldinn fimmtudaginn 12. apríl klukkan 17.