Innlent

Eiginfjárkrafa Arion banka lækkar

Heildareiginfjárkrafa Arion banka, að teknu tilliti til eiginfjárauka, lækkar úr 19,8 prósentum í 19,3 prósent.

Fréttablaðið/Eyþór

Heildareiginfjárkrafa Arion banka lækkar úr 19,8 prósentum í 19,3 prósent af áhættugrunni bankans samkvæmt nýju mati Fjármálaeftirlitsins. Þó er viðbúið að krafan hækki aftur í 19,8 prósent í maí á næsta ári þegar svonefndur sveiflujöfnunarauki hækkar. Þetta kemur fram í tilkynningu Arion banka til Kauphallarinnar.

Fjármálaeftirlitið leggur árlega mat á áhættuþætti í starfsemi kerfislega mikilvægra fjármálafyrirtækja en niðurstaða eftirlitsins er sú að Arion banki skuli viðhalda sérstakri viðbótareiginfjárkröfu sem nemur 2,9 prósentum af áhættugrunni bankans. Er það lækkun um 0,5 prósentustig frá fyrra mati.

Í gagnsæistilkynningu Fjármálaeftirlitsins vegna málsins segir að umrædd viðbótarkrafa komi til vegna útlánaáhættu, markaðsáhættu auk áhættu vegna dótturfélaga.

Jafnframt kemur fram í tilkynningunni að eftirlitið hafi komið þeim skilaboðum áleiðis til bankans að við mat á eiginfjárþörf verði að líta til atvika sem mögulega geta komið til síðar. Þannig þurfi stjórn bankans að horfa til þess að bankinn geti viðhaldið eðlilegri lánastarfsemi, líka í niðursveiflu, og að fjármögnun bankans sé þannig háttað að hún styðji við aðgang bankans að fjármálamörkuðum við erfiðar aðstæður.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Innlent

WOW air óskar eftir greiðslu­fresti

Innlent

Vara við við­skiptum við eist­neskt fyrir­tæki

Innlent

Heilbrigði verður að vera smá nautn

Auglýsing

Nýjast

Breskt flug­fé­lag fellir niður flug og lýsir yfir gjald­þroti

Hagnaður TM dróst saman um 78 prósent

Afkoma af fjárfestingum Sjóvár undir væntingum

Sakfelldir í Icelandair-innherjamáli

Heimilin halda að sér höndum

Skotsilfur: Ofsinn

Auglýsing