Innlent

Eigið fé Túnfljóts neikvætt um 114 milljónir

Virði hlutabréfa Heimavalla hefur lækkað um 15 prósent frá skráningu í lok maí.

Eigið fé Túnfljóts, fjárfestingarfélags Magnúsar Pálma Örnólfssonar sem haldið hefur á hlutum í leigufélaginu Heimavöllum, var með neikvætt fé upp á 114 milljónir króna við árslok. Helsta eign félagsins var 4,9 prósenta hlutur í Heimavöllum sem metinn var á 527 milljónir króna í bókum þess. Það átti jafnframt 248 milljóna króna kröfu á tengd félög. Þetta kemur fram í nýbirtum ársreikningi.

Túnfljót skuldaði tæplega 900 milljónir við árslok. Þar af voru 814 milljónir á gjalddaga í ár. Eigið fé Iðusteina, móðurfélags Túnfljóts, var 61 milljón króna árið 2016. Félagið hefur ekki birt ársreikning fyrir síðasta ár.

Magnús Pálmi, sem var um tíma forstöðumaður gjaldeyrismiðlunar Glitnis, hefur verið einn stærsti hluthafi Heimavalla frá stofnun og sat um hríð í stjórn félagsins. Hann hefur upplýst í frétt á frettabladid.is að Túnfljót hafi átt 500 milljónir hluta í Heimavöllum og tíu prósent af þeim bréfum hafi á fyrsta viðskiptadegi verið færð til Iðusteina. Markaðsvirði fyrrgreindra hluta væri nú samanlagt 590 milljónir króna. Félög í eigu Magnúsar er ekki að finna á lista yfir 20 stærstu hluthafa. Ekki náðist í hann við vinnslu fréttarinnar.

Túnfljót skuldaði Kviku banka 434 milljónir á 8,3 prósenta vöxtum og Hrafna-Flóka 380 milljónir á 5 prósenta vöxtum sem greiða þurfti í ár. Virði hlutabréfa Heimavalla hefur lækkað um 15 prósent frá skráningu í lok maí miðað við meðalgengi í hlutafjárútboðinu.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Innlent

Þriggja milljarða söluhagnaður Origo vegna Tempo

Innlent

Hlutabréf í Eimskip og Kviku rjúka upp

Innlent

Meniga semur við þriðja stærsta banka Suð­austur-Asíu

Auglýsing

Nýjast

Upp­ljóstrarinn beinir spjótum að Deutsche Bank

Sjóvá sendir frá sér afkomuviðvörun

Kaup­verðið á GAMMA 2,4 milljarðar króna

Samkaup boðar breytingar

Gylfi hættir sem forstjóri Eimskips

Svipmynd: Mikilvægt að fyrirtækið sé rétt stillt af

Auglýsing