Innlent

Eigendur IKEA á Íslandi fengu 500 milljónir í arð

​Eigendur IKEA á Íslandi greiddu sér 500 milljónir króna í arð vegna síðasta rekstrarárs. Hagnaður rekstrarfélags IKEA nam um 980 milljónum og jókst um 30 prósent.

EBITDA rekstrarfélags IKEA hækkaði um þriðjung á síðasta rekstrarári. Fréttablaðið/Ernir

Eigendur IKEA á Íslandi, bræðurnir Jón og Sigurður Gísli Pálmasynir, greiddu sér 500 milljónir króna í arð vegna síðasta rekstrarárs, að því er fram kemur í nýbirtum ársreikningi Miklatorgs sem rekur verslunina.

Hagnaður Miklatorgs nam ríflega 982 milljónum króna á síðasta rekstrarári, frá september árið 2016 til ágúst 2017, og jókst um 30 prósent frá fyrra rekstrarári. Félagið velti 10,4 milljörðum króna á rekstrarárinu og jókst veltan um 15 prósent frá fyrra ári. Rekstrargjöld námu alls 9,1 milljarði á rekstrarárinu og jukust um 13 prósent á milli ára.

EBITDA Miklatorgs - afkoma fyrir fjármagnsliði, afskriftir og skatta - var um 1,3 milljarðar króna á rekstrarárinu og hækkaði um þriðjung frá fyrra rekstrarári.

Miklatorg átti eignir upp á tæpa 2,2 milljarða króna í lok ágúst í fyrra en á sama tíma var eigið fé félagsins ríflega 535 milljónir og skuldirnar námu 1,6 milljörðum.

Heildarlaun Þórarins Ævarssonar, framkvæmdastjóra Miklatorgs, voru 61 milljón króna á rekstrarárinu og hækkuðu um 42 prósent frá fyrra rekstrarári þegar þau námu 43 milljónum. 317 stöðugildi voru hjá félaginu í lok ágúst í fyrra borið saman við 273 stöðugildi í lok ágúst 2016.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Innlent

Seðlabankinn skýri stefnu sína um inngrip

Innlent

Kaupir skulda­bréf til baka fyrir 21 milljarð króna

Innlent

Veiking krónunnar glæðir eftirspurn

Auglýsing

Nýjast

Ríkis­sjóður fær A í láns­hæfis­ein­kunn

Gengisfall ef Seðlabankinn grípur ekki inn í

Marel lýkur 19,5 milljarða fjármögnun

Icewear lífgar Don Cano við í verslunum sínum

Skotsilfur: Hreiðar úr stjórn Eyris Invest

Geti losað afland­skrónu­eignir að fullu

Auglýsing