Erlent

Eigandi Grímsstaða nú ríkastur á Bretlandi

Jim Ratcliffe, sem á meirihlut í Grímsstöðum á Fjöllum og jarðir í Vopnafirði er orðinn ríkasti maður á Bretlandi. Eignir hans eru metnar á 21 milljarð punda.

Eignir Ratcliffe eru metnar á 21 milljarð punda, jafnvirði 3.000 milljarða króna. Fréttablaðið/AFP

Jim Ratcliffe, meirihlutaeigandi í Grímsstöðum á Fjöllum og eigandi jarða í Vopnafirði, er ríkasti maður Bretlands samkvæmt nýbirtum lista Sunday Times. Eignir Ratcliffe eru metnar á rúmlega 21 milljarð punda, jafnvirði tæplega 3.000 milljarða króna.

Ratcliffe, sem er aðaleigandi og forstjóri efnafyrirtækisins Ineos, stekkur hátt á listanum á milli ára, en í fyrra námu eignir hans 15 milljörðum punda og þá var hann í 18. sæti listans.

Árið 2016 keypti Ratcliffe meirihluta jarðarinnar Grímsstaða á Fjöllum en hann átti fyrir þrjár jarðir í Vopnafirði þar sem miklar laxveiðiár er að finna. Ratcliffe er mikill áhugamaður um verndun laxastofna.

Fréttablaðið greindi frá því í fyrra að Ratcliffe hefði í hyggju að kaupa jarðir í Þistilfirði. Raunar hefði hann reynt að festa kaup á nokkrum jörðum á svæðinu, sem allar tengjast þekktum laxveiðiám. Þeirra þekktust er eflaust Hafralónsá.

Í öðru sæti listans voru Sri og Gopi Hindjua með eignir upp á 20,64 milljarða punda.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Erlent

Gengisfall gerir bankana berskjaldaða

Erlent

Tyrkneska líran í frjálsu falli

Erlent

Forstjóri Pandóru látinn fjúka

Auglýsing

Nýjast

Toyota fer í hart vegna Hybrid-bíla auglýsinga

Hlutafé í WOW aukið um helming

Ennemm hagnast um eina milljón

Icelandair hækkaði um rúmlega 3 prósent

Úlfar kaupir fyrir 100 milljónir í Icelandair

Enginn fundur flugforstjóra

Auglýsing