Erlent

Eigandi Grímsstaða nú ríkastur á Bretlandi

Jim Ratcliffe, sem á meirihlut í Grímsstöðum á Fjöllum og jarðir í Vopnafirði er orðinn ríkasti maður á Bretlandi. Eignir hans eru metnar á 21 milljarð punda.

Eignir Ratcliffe eru metnar á 21 milljarð punda, jafnvirði 3.000 milljarða króna. Fréttablaðið/AFP

Jim Ratcliffe, meirihlutaeigandi í Grímsstöðum á Fjöllum og eigandi jarða í Vopnafirði, er ríkasti maður Bretlands samkvæmt nýbirtum lista Sunday Times. Eignir Ratcliffe eru metnar á rúmlega 21 milljarð punda, jafnvirði tæplega 3.000 milljarða króna.

Ratcliffe, sem er aðaleigandi og forstjóri efnafyrirtækisins Ineos, stekkur hátt á listanum á milli ára, en í fyrra námu eignir hans 15 milljörðum punda og þá var hann í 18. sæti listans.

Árið 2016 keypti Ratcliffe meirihluta jarðarinnar Grímsstaða á Fjöllum en hann átti fyrir þrjár jarðir í Vopnafirði þar sem miklar laxveiðiár er að finna. Ratcliffe er mikill áhugamaður um verndun laxastofna.

Fréttablaðið greindi frá því í fyrra að Ratcliffe hefði í hyggju að kaupa jarðir í Þistilfirði. Raunar hefði hann reynt að festa kaup á nokkrum jörðum á svæðinu, sem allar tengjast þekktum laxveiðiám. Þeirra þekktust er eflaust Hafralónsá.

Í öðru sæti listans voru Sri og Gopi Hindjua með eignir upp á 20,64 milljarða punda.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Erlent

Kusu gegn vantrausti á stjórnarformanninn

Erlent

Snjall­há­talarinn hleraði per­sónu­legt sam­tal og sendi á­fram

Erlent

Deutsche Bank hyggst segja upp sjö þúsund manns

Auglýsing

Nýjast

Innlent

Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins seldi fyrir 690 milljónir

Fjártækni

Fjár­­tæknin leggi hefð­bundna banka­­þjónustu af

Innlent

Sam­keppnis­eftir­litið að verða ríki í ríkinu

Innlent

Einn stofnenda Heimavalla færði bréf á milli félaga

Innlent

Hampiðjan skoðar kaup á spænsku félagi

Innlent

Líkur á að krónan verði áfram sterk

Auglýsing