Eggert Benedikt Guðmundsson hefur látið af störfum sem forstöðumaður Grænvangs, samstarfsvettvangs atvinnulífs og stjórnvalda um loftslagsmál og grænar lausnir.Þetta kemur fram í frétt í Viðskiptablaðinu.

Hann segir að þetta sé ágætur tími til að skipta um vígvöll, nú þegar búið er að setja í gang flest þau verkefni sem Grænvangi var falið sem og að tryggja fjármögnun vettvangsins til næstu fimm ára.

Eggert, sem hefur verið forstjóri HB Granda, N1 og eTactica, vildi ekki tjá sig um hvort hann væri búinn að taka að sér annað verkefni.