Eggert Bene­dikt Guð­munds­son hefur verið ráðinn sem for­stöðu­maður Sam­starfs­vett­vangs stjórn­valda og at­vinnu­lífs um loft­lags­mál og grænar lausnir. Þetta kemur fram í til­kynningu frá Ís­lands­stofu.

Í til­kynningunni kemur fram að Eggert búi að víð­tækri reynslu úr at­vinnu­lífinu sem stjórnandi. Hann hafi auk þess ára­langa reynslu af stjórnar­störfum fyrir fjölda fyrir­tækja og fé­laga hér­lendis og er­lendis. Telur ferill hans starfs­reynslu úr stór­iðju, sjávar­út­vegi, há­tækni, verslun, menningar­starf­semi og fleiru.

Eggert stýrði um 10 ára skeið tveimur af stærstu fyrir­tæjum landsins, N1 hf frá 2012 til 2015 og HB Granda hf. frá 2005 til 2012. Nú síðast gegndi hann for­stjóra­stöðu fyrir ný­sköpunar­fyrir­tækið eTacti­ca sem starfar á sviði raf­orku­eftir­lits­kerfa.

„Öflugt sam­starf at­vinnu­lífs og stjórn­valda er nauð­syn­legt til að við náum þeim árangri sem nauð­syn­legur er í lofts­lags­málum. Það er á­nægju­legt að finna þann mikla vilja at­vinnu­lífsins til að gera betur og stjórn­völd vænta mikils af sam­starfinu. Ég hlakka til að vinna með Eggerti Bene­dikt að verk­efnum vett­vangsins en hann hefur mikla reynslu sem mun nýtast vel sem og brennandi á­huga á mál­efninu,“ segir Unnur Brá Kon­ráðs­dóttir um Eggert en hún er annar af for­mönnum Sam­starfs­vett­vangsins.