Heims­far­aldur kórónu­veiru hefur haft al­var­legar efna­hags­legar af­leiðingar á Ís­landi og reynst bæði lang­vinnari og erfiðari viður­eignar en búist var við í upp­hafi. Eftir að á­hrifa far­aldursins tók að gæta á Ís­landi varð snarpur sam­dráttur í efna­hags­um­svifum og við blasti hrun í á­kveðnum at­vinnu­greinum og djúp efna­hags­kreppa. Frá þessu er greint í nýrri skýrslu Ríkis­endur­skoðunar en um er að ræða þriðju skýrslu em­bættisins vegna á­hrifa kórónu­veirufar­aldursins fyrir ís­lenskt sam­fé­lag. Í þriðju skýrslunni voru tekin fyrir ríkis­fjár­mál.

Í á­lyktunum Ríkis­endur­skoðunar við skýrsluna kemur fram að þau hafi áður bent á að áður en far­aldurinn skall á var af­koma af rekstri ríkis­sjóðs farin að dragast saman, að hluta vegna tekju­sam­dráttar en fyrst og fremst vegna aukinna út­gjalda. Þau undir­strika að mikil á­skorun bíður stjórn­valda á komandi árum við að draga úr halla­rekstri og greiða niður skuldir til að endur­heimta jafn­vægi í efna­hags­málum.

Á­formað er að styðja við ís­lenskt efna­hags­líf í gegnum far­aldurinn með halla­rekstri, fjár­mögnuðum með lán­tökum. Komi til hækkunar á fjár­mögnunar­kostnaði ríkisins getur vaxta­byrði ríkis­sjóðs fljótt tak­markað svig­rúm til annarra út­gjalda. Nei­kvæð gengis­þróun og hækkandi skuldir geta þannig haft miklar af­leiðingar fyrir af­komu ríkis­sjóðs á komandi árum, sér­stak­lega ef láns­kjör kynnu að versna.

Ríkis­endur­skoðun telur að leita verði alla leiða á­fram til hag­ræðingar og aukinnar skil­virkni á út­gjalda­hlið ríkis­fjár­málanna sam­hliða mót­vægis­að­gerðum til stuðnings heimilum og fyrir­tækjum.

Þau segja að þó svo að efna­hags­úr­ræði stjórn­valda séu hugsuð sem tíma­bundnar ráð­stafanir verði að huga að því að þan­þol ríkis­sjóðs er tak­mörkunum háð þegar fram í sækir.

„Ríkis­endur­skoðun á­réttar að gæta verður festu og á­byrgðar í ríkis­fjár­málunum á komandi misserum til að tryggja ríkis­sjóði sjálfum við­spyrnu og sjálf­bærni þegar efna­hags­lífið getur tekið við sér á ný,“ segir í á­lyktun em­bættisins.

Af­leiðingar efna­hags­á­fallsins hafa fyrst og fremst birst í versnandi af­komu fjölda fyrir­tækja og stór­auknu at­vinnu­leysi

Al­var­leg á­hrif fyrir ferða­þjónustu

Í skýrslunni kemur fram að á­hrifin hafa verið sér­stak­lega al­var­leg fyrir ferða­þjónustuna og greinar tengdar henni. Þar segir þó að í greininni hafi verið blikur á lofti fyrir eftir sam­drátt á árinu 2019 með fækkun ferða­manna

„Af­leiðingar efna­hags­á­fallsins hafa fyrst og fremst birst í versnandi af­komu fjölda fyrir­tækja og stór­auknu at­vinnu­leysi. Mikil ó­vissa ríkir um fram­vindu far­aldursins, jafnt á Ís­landi sem og á al­þjóða­vísu, og erfitt er að segja til um hve­nær við­spyrna fæst og efna­hags­lífið getur farið að taka við sér,“ segir í til­kynningu em­bættisins um skýrsluna.

Halla­rekstur og skulda­hlut­fall hins opin­bera munu verða tölu­vert um­fram

Í skýrslunni kemur einnig fram að víkja hefur þurft frá gildandi fjár­mála­stefnu vegna þess for­sendu­brests sem far­aldurinn hefur leitt af sér og munu því halla­rekstur og skulda­hlut­fall hins opin­ber verða tölu­vert um­fram það sem heimild er fyrir í lögum og ljóst sé að ekki verði hægt að upp­fylla mark­mið um já­kvæðan heildar­jöfnuð á tíma­bilinu 2020 til 2022.

Ríkis­endur­skoðun segir að stjórn­völd hafi brugðist við far­aldrinum með því að beita opin­berum fjár­málum af fullum þunga til að vega á móti hag­sveiflu. Ekki hefur verið dregið úr þrátt fyrir tekju­rýrnun hins opin­bera. Því stefni í að ríkis­sjóður verði rekinn með rúm­lega 270 milljarða króna halla á árinu 2020 og um 264 milljarða króna halla á árinu 2021. Þannig gæti saman­lagður halli í ár og á næsta ári orðið yfir 530 milljarðar króna.

Fyrir far­aldurinn var af­koma ríkis­sjóðs versnandi og kemur fram að á árinu 2019, áður en kórónu­veirufar­aldurinn kom til sögunnar, var ríkis­sjóður rekinn með 42,3 milljarða króna af­gangi og 84,4 milljarða króna af­gangi árið 2018. Þar vegir þungt á­hrif af rekstri dóttur- og hlut­deildar­fé­laga.

Í skýrslunni er farið yfir hinar ýmsu mót­vægis­að­gerðir sem yfir­völd hafa gripið til. Sumar sem áttu að vera tíma­bundnar en hafa dregist á landinn og jafn­vel verið út­víkkaðar.

Fjár­mögnun ríkis­sjóðs frá því að far­aldurinn skall á er að mestu leyti láns­fé af inn­lendum markaði. Þá er sagt frá því að 1. apríl 2020 gerði fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neytið lána­samning við ÍL-sjóð (áður Í­búða­lána­sjóður). Í samningnum felst að ríkis­sjóður tekur að láni alla fjár­muni sem ÍL-sjóður leggur inn á reikning ríkis­sjóðs í Seðla­banka Ís­lands. Lána­samningurinn er ó­tíma­bundinn og er gagn­kvæmur upp­sagnar­frestur 15 dagar. Dregið var á þessa lána­línu í lok nóvember 2020 þegar skýrsla þessi var í loka­vinnslu og 80 milljarðar greiddir af ÍL-sjóði inn á banka­reikning ríkis­sjóðs.

Áhrifin hafa verið sérstaklega alvarleg fyrir ferðaþjónustuna.

Tekju­fall ríkis­aðila og ó­vissa um horfur

Þá er fjallað um þau nei­kvæðu á­hrif sem að far­aldurinn hefur haft á rekstur margra opin­berra fyrir­tækja á árinu og eru talin upp Isavia, RÚV og Ís­lands­póstur. Segir að þrátt fyrir að þau hafi eftir föngum leitast við að bregðast við far­aldrinum með niður­skurði og hag­ræðingar­að­gerðum í rekstri á eftir að koma í ljós hvaða á­hrif tekju­fall þeirra muni hafa á ríkis­sjóð.

Isavia hafi þegar fengið 4 milljarð króna. í nýtt hluta­fé á þessu ári en telur sig þurfa 12-18 milljarða til við­bótar á næstu tveimur árum til að standa undir nauð­syn­legum fjár­festingum svo tryggja megi við­spyrnu í starf­semi fé­lagsins og sam­keppnis­hæfa inn­viði til næstu ára. Þá segir að auk ríkis­bankanna geti hugsan­lega komið til þess að ríkis­aðilar eins og Byggða­stofnun, Hús­næðis­sjóður og ÍL-sjóður verði fyrir skakka­föllum vegna tapaðra út­lána af völdum kórónu­veirufar­aldursins og á­hrifa hans á ís­lenskt efna­hags­líf.

Hægt er að kynna sér skýrsluna betur hér.