Innlent

Efling færir 1,4 milljarða úr stýringu GAMMA

Stjórn Eflingar taldi að umdeilanlegt væri að eiga í viðskiptum við fyrirtækið.

Sólveig Anna var kjörin formaður Eflingar í mars. Fréttablaðið/Anton Brink

Stjórn Eflingar tók ákvörðun í sumar um að taka alla sjóði úr stýringu hjá GAMMA. Vakin var athygli á því í Skotsilfri Markaðarins á miðvikudaginn að Efling hefði tæplega 1,4 milljarða króna í stýringu hjá GAMMA en það mátti lesa í ársskýrslu verkalýðsfélagsins.

Í frétt á vef Eflingar segir að núverandi stjórn hafi tekið þá ákvörðun á stjórnarfundi þann 7. júní að láta færa alla sjóði úr stýringu hjá GAMMA. Bókunin hafi verið svohljóðandi: „Samþykkt er að fela fjármálastjóra að taka fjármuni Eflingar út úr stýringu hjá Gamma og fjárfesta annars staðar í samræmi við lög og reglur félagsins.“

Í umræðum stjórnar um málið mun hafa komið fram að umfjallanir um starfsemi Gamma í fjölmiðlum væru þess eðlis að umdeilanlegt væri að eiga í viðskiptum við fyrirtækið.

„Að sjálfsögðu er engin auðveld leið fyrir verkalýðsfélag að eiga og ráðstafa sjóðum í kapítalísku samfélagi. En að eiga í viðskiptum upp á milljarða við fyrirtæki sem byggist á fjárplógsstarfsemi gegn okkar fólki, lágtekjufólki á leigumarkaði, er fullkomlega óboðlegt og auðvitað hættum við því strax,“ er haft eftir Sólveigu Önnu Jónsdóttur, formanni Eflingar.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Innlent

Helga Hlín segir sig úr til­nefningar­nefnd VÍS

Innlent

Vextir Seðla­bankans ó­breyttir

Innlent

Nýtt ­app Arion banka opið öllum

Auglýsing

Nýjast

Sjóðir Eaton Vance bæta við sig í Arion

Ísland áratug á eftir Noregi í netverslun

Aðkoma erlends banka sögð ólíkleg

Heimavellir ætla að sækja sér allt að 12 milljarða

Fengu 80 milljónir í þóknanir

Einn sjóður með nærri helming aflandskróna

Auglýsing