Innlent

Eaton Vance selur í Högum

Skuldabréfadeild Eaton Vance á skrifstofu fyrirtækisins í Boston. Nordicphotos/Getty

Sjóðir á vegum bandaríska eignarstýringarfyrirtækisins Eaton Vance Management seldu í gær tæplega 2,5 milljónir hluta í Högum. Miðað við núverandi gengi bréfanna nam salan 103 milljónum króna.

Eignarhlutur Eaton Vance í smásölufyrirtækinu er nú kominn niður í 4,94 prósent en þetta kemur fram í tilkynningu sem skylt er að senda þegar eignarhlutur í skráðu félagi fer niður fyrir eða upp fyrir fimm prósent.

Sjá einnig: Eaton Vance dregur saman seglin á Íslandi

Í ýtarlegri umfjöllun Markaðarins frá því í janúar kom fram að sjóðir á vegum Eaton Vance, sem hófu fyrst að kaupa í íslenskum hlutabréfum síðla árs 2015, hefðu á síðustu mánuðum minnkað markvisst við sig í skráðum félögum í Kauphöll Íslands.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Innlent

Bætti við sig í Marel fyrir 550 milljónir

Innlent

Gert að greiða slita­búi Lands­bankans 30 milljónir evra

Innlent

Tanya Zharov kemur ný inn í stjórn Sýnar

Auglýsing

Nýjast

JP Morgan notast við taugavísindi í ráðningum

Fjárfestar setja skilyrði um #MeToo ákvæði

4,4 milljóna gjald­þrot pítsu­staðar

„Berja bumbur með slagorðum úr kommúnískri fortíð“

Segir skilninginn ríkari hjá norskum stjórn­mála­mönnum

Worldpay selt fyrir 43 milljarða dala

Auglýsing