Breska lág­gjalda­flug­fé­lagið Ea­syJet hefur af­lýst öllu á­ætlunar­flugi um ó­á­kveðin tíma vegna CO­VID-19 far­aldursins. Floti fé­lagsins mun vera á jörðu niðri í minnst tvo mánuði að sögn Johan Lund­gren, for­stjóra fé­lagsins.

Um helmingur starfs­fólks fé­lagsins verður sent í tveggja mánaða or­lof um mánaða­mótin og mun það starfs­fólk fá 80 prósent launa sinna greidd í þann tíma.

Bjarga stranda­glópum

Á höfuð­stöðvum Ea­syJet í London eru nú yfir 330 flug­vélar sem myndu á eðli­legum tímum fljúga milli 159 flug­valla. For­stjóri flug­fé­lagsins sagði að nauð­syn­legt væri að hætta á­ætlunar­flugi vélanna vegna ferða­banna sem nú væru í gildi víða um heim.

Nokkrar flug­vélar verða þó til taks til að sækja fólk sem hefur orðið inn­lyksa vegna téðra ferða­banna. Flug­fé­lagið hefur nú þegar farið í 650 björgunar­ferðir og sótt yfir 45 þúsund far­þega í sam­vinnu við stjórn­völd.

Yfir þrjú hundruð fluvélar EasyJet munu sitja óhreyfðar næstu tvo mánuði.
Fréttablaðið/Getty