Dvorzak Island, fjárfestingafélag Jóns von Tetzchner, tapaði 21 milljón króna árið 2018 samanborið við 20 milljónir árið áður. Hlutdeild í afkomu dóttur- og hlutdeildarfélaga var neikvæð um 18 milljónir. Árið áður var sú afkoma neikvæð um fimm milljónirkróna.

Jón er annar stofnandi norska hugbúnaðarfyrirtækisins Opera og lét af starfi forstjóra félagsins árið 2011.

Eignir Dvorzak Island nema 2,4 milljörðum króna en eigið fé er 139 milljónir króna. Skuldir við tengda aðila jukust úr 1,4 milljörðum króna í 1,9 milljarða króna.

Eignir félagsins samanstanda að mestu af fasteignum. Þær voru metnar á 1,9 milljarð króna árið 2018. Dvorzak Island á einnig til dæmis 18 prósenta hlut í OZ, 70 prósenta hlut í Hringdu og 50 prósenta hlut mjólkurvinnslunni Örnu.