Yfirvöld á Jeju eyju í Suður-Kóreu hafa tilkynnt að þau muni innleiða nokkurs konar leigubílaþjónustu sem felst í því að ferja farþega á milli eyjunnar með drónum innan þriggja ára. Dagblaðið Korean Herald greinir frá því að áætlað er að notast við strandleiðir til að ferja fólk á milli þriggja vinsælustu áfangastaði á Jeju-eyju.

Áætlunin er samvinnuverkefni á milli yfirvalda Jeju, suður-kóreska flugfyrirtækisins Kencoa Aeorspace og Jeju Free International City Development Center.

Fyrsti áfangi verkefnisins mun fela í sér að ferja fólk á milli alþjóðaflugvöllinn og suðvesturodda eyjunnar. Þaðan er stutt vegalengd á milli smáeyjurnar Moselupo, Gapado og Marado sem liggja í grennd við Jeju.

Verkefnið gerir einnig ráð fyrir byggingu á nýjum hótelum sem munu geta tekið á móti þessum „leigubíladrónum“ og telja ráðamenn einnig að flug nálægt strandlengjum eyjunnar munu eflaust bjóða farþegum upp á stórkostlegt útsýni af eyjunni.

Chung Chan-young, framkvæmdastjóri Kencoa Aerospace, segir að með þessu verkefni yrði ferðamönnum kleift að stíga upp í leigudróna sem myndu taka á loft og ferja þá beint til vinsælla ferðamannastaða á eyjunni.