Samkvæmt þessu er ársverðbólgan 9,3 prósent og lækkar úr 9,4 prósentum frá fyrri mánuði.

Verð á matvörum hækkaði um 0,8 prósent (áhrif á vísitöluna 0,11 prósent) og kostnaður vegna búsetu í eigin húsnæði (reiknuð húsaleiga) hækkaði um 1,0 prósent (0,20 prósent). Verð á flugfargjöldum til útlanda lækkaði um 8,9 prósent (-0,17 prósent).

Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitala neysluverðs sem fyrr segir hækkað um 9,3% og vísitala neysluverðs án húsnæðis um 7,1 prósent.

Þessi hækkun vísitölunnar er í samræmi við væntingar greiningardeilda bankanna en eilítið minni en Veritabus reiknaði með.