Veitingastaðurinn Dragon Dim Sum sem staðsettur er á Bergstaðastræti í miðbæ Reykjavíkur hefur slegið í gegn síðustu mánuði meðal íbúa höfuðborgarsvæðisins.

Staðurinn opnaði upphaflega sem popup veitingastaður í ágúst en til stóð að loka staðnum í lok október.

Boðið er upp á dumplings með mismunandi fyllingum.
Fréttablaðið/Skjáskot

Þetta er jafnframt fyrsti veitingastaðurinn á Íslandi sem býður eingöngu upp á austurlenska dumplings, eða smáhorn á íslensku.

Staðurinn hefur hlotið frábærar viðtökur en eigendur staðarins hafa nú ákveðið að halda staðnum opnum og þróa hugmyndina enn frekar.

Í stað þess að skella í lás verður opnunartíminn lengdur og sett verður á laggirnar ný vefsíða.

Dragon Dim Sum er samstarfsverkefni veitingastaðanna Mat Bar á Hverfisgötu og Makake sem staðsett er á Granda.

🐲🐲🐲🐲 (Long post, english below) Við viljum þakka öllum sem hafa sýnt popup veitingastaðnum okkar áhuga síðustu mánuði...

Posted by Dragon Dim Sum on Tuesday, 1 December 2020