Stjórn VR hefur sam­þykkt að draga yfir­lýsingu vegna mál­efna Icelandair til baka en þetta kemur fram á heima­síðu VR.

Í yfir­lýsingunni, sem var gefinn út 17. júlí síðast­liðinn, var þeim til­mælum beint til stjórnar­manna sem VR skipar í stjórn líf­eyris­sjóðsins að snið­ganga eða greiða at­kvæði gegn þátt­töku í væntan­legu hluta­fjár­út­búi Icelandair.

„Verka­lýðs­hreyfingin, sam­einuð, gekk fast­lega fram þegar samnings­réttinum var ógnað,“ segir á heima­síðu VR. „Samnings­rétturinn er grund­völlur kjara­samninga og stétta­bar­áttunnar. Hann er jafn­framt grund­völlur fyrir þeim lífs­kjörum og réttindum sem við teljum sjálf­sögð í okkar sam­fé­lagi en hafa á­unnist með sam­stöðu vinnandi stétta.“

Mikilvægt að tryggja að ákvarðanir séu teknar með hagsmuni sjóðfélaga í fyrirrúmi

Líkt og greint var frá í Frétta­blaðinu í dag hafði Ragnar Þór Ingólfs­son, for­maður VR, sagt að þeim stjórnar­mönnum sem ekki færu eftir til­mælunum yrði skipt út en til­kynnti síðar að hann hygðist leggja það til stjórn VR að til­mælin yrðu dregin til baka.

Ás­geir Jóns­son seðla­banka­stjóri sagði til­mæli stjórnarinnar vera þörf á­minning um mikil­vægi þess að þétta varnir í kringum sjálf­stæða á­kvarðana­töku innan líf­eyris­sjóða til að tryggja að á­kvarðanir verði alltaf teknar með hags­muni sjóð­sfé­laga í fyrir­rúmi. Þá þurfi að tryggja sjálfstæði stjórna lífeyrissjóða sem er grundvallaratriði til að bæta lífeyriskerfið að mati Ásgeirs en hann telur þörf á fleiri breytingum.