Írskt dóttur­fyrir­tæki Micros­oft greiddi engan ­skatt af hagnaði sínum á síðasta ári sem nam 315 milljörðum Banda­ríkja­dala, jafngildi um 38 billjóna íslenskra króna. Fyrir­tækið er skrá­sett á Bermúda­eyjum þar sem enginn fyrirtækjaskattur er innheimtur.

Hagnaður fyrir­tækisins, sem nefnist Micros­oft Round Is­land One, jafn­gildir nærri þremur fjórðu af vergri lands­fram­leiðslu Ír­lands, þrátt fyrir að hafa enga starfs­menn.

Dóttur­fyrir­tækið sér um að inn­heimta leyfis­gjöld fyrir notkun á hug­búnaði Micros­oft víða um heim og skrá­sett heimilis­fang þess er hjá skrif­stofu lög­manns­stofunnar Mat­he­son í Dublin. Einu starfs­menn fyrir­tækisins eru stjórn­endur og í skatt­fram­tali þess segir:

„Þar sem fyrir­tækið er skatt­greiðandi á Bermúda­eyjum greiðir það engan skatt á tekjum.“

Fyrir­tækið greiddi móður­fyrir­tæki sínu Micros­oft hagnað upp á 24,5 milljarða Banda­ríkja­dala á fjár­laga­ári síðasta árs og við­bótar­hagnað upp á 30,5 milljarða.

Rannsakað af Bandaríkjaþingi

Banda­ríkja­þing hefur rann­sakað Micros­oft og notkun þess á Micros­oft Round Is­land One og öðrum írskum dóttur­fyrir­tækjum í þeim til­gangi að komast hjá því að borga skatta sem fyrir­tækið myndi annars þurfa að greiða í Banda­ríkjunum eða öðrum löndum.

Fyrrum öldunga­deildar­þing­maðurinn Carl Levin, sem leiddi nefnd sem rann­sakaði málið, sagði árið 2012 að Micros­oft og önnur tækni­fyrir­tæki væru „senni­lega stærsti notandi aflands­fé­laga“. Sam­kvæmt nefndinni byrjaði Micros­oft að koma á fót flóknum vef af sam­tengdum er­lendum stofnunum til að auð­velda sér er­lend við­skipti og lækka skatta.

Haft er eftir tals­manni fyrir­tækisins:

„Micros­oft hefur starfað og fjár­fest í Ír­landi og hefur í rúm 35 ár verið skatt­greiðandi, vinnu­veitandi, og stutt við efna­hag landsins. Skipu­lag fyrir­tækisins og skatt­byrði þess endur­speglar flókin al­þjóða­við­skipti þess. Við hlýðum að fullu leyti öllum lögum og reglum þeirra landa sem við erum með starf­semi í.“

Paul Monag­han, fram­kvæmda­stjóri sam­takanna Fair Tax Founda­tion sem berjast fyrir gagn­sæi í skatta­málum, segir yfir­gangs­semi Micros­oft í skatta­málum vera ó­trú­lega.

„Þetta kapp­hlaup á botninn í skatta­sam­keppni er virki­lega ó­smekk­legt, ekki síst á tímum þegar lönd um allan heim eru að reyna að endur­byggja al­manna­þjónustu í kjöl­far CO­VID. Það er ekki lengur rétt­lætan­legt fyrir heið­virt og á­byrgt þjóð­ríki að fram­leiða klór­flúor­kol­efni eða blý­bæti­efni og láta restina að heiminum gjalda fyrir af­leiðingarnar. Það sama gildir um það að auð­velda undan­brögð gagn­vart skatti, sem eru eitraðir mengunar­valdar á fjár­mála­kerfi heimsins.“