Rit­höfundurinn og náttúru­víns­frömuðurinn Dóri DNA hefur löngum verið þekktur fyrir á­huga sinn á náttúru­vínum og stefnir hann nú á að opna vín­barinn og kaffi­húsið Mikka ref í ágúst næst­komandi.

Mikki refur verður stað­settur á móti Þjóð­leik­húsinu á Hverfis­götu 18, þar sem Bar 11 var til starf­ræktur þar til um vorið 2018. Hús­­gagna­versl­un­in NORR11 færir sig einnig á Hverfis­götu 18 og verður Mikki refur í sam­liggjandi rými.

Um tvö ár eru liðin síðan Dóri svaraði kalli náttúru­vínsins og er hann orðinn eins­konar sér­fræðingur hér á landi í þeim merka drykk. Ætla má að boðið verði upp á breytt úr­val slíkra vína á staðnum auk þess sem vöfflur og heitt súkku­laði verða á mat­seðlinum.

Hverfisgata 18 öðlast nýtt líf í sumar.