Innlent

Icewear lífgar Don Cano við í verslunum sínum

​Icewear hefur opnað sérstaka Don Cano verslun í Icewear Magasin á Laugavegi. Verslunin er á afmörkuðu svæði innan Icewear Magasin og er því svokölluð „búð í búð“ að því er fram kemur í tilkynningu.

Verslun Icewear í Smáralind. Don Cano verður til sölu þar en einnig í versluninni á Laugavegi.

Icewear hefur opnað sérstaka Don Cano verslun í Icewear Magasin á Laugavegi. Verslunin er á afmörkuðu svæði innan Icewear Magasin og er því svokölluð „búð í búð“ að því er fram kemur í tilkynningu. 

Don Cano er íslenskt merki sem margir kannast eflaust við en það var afar vinsælt á Íslandi á níunda áratugnum en lagðist í dvala á tíunda áratugnum. Sænski fatahönnuðurinn Jan Davidsson, upphafsmaður merkisins, endurvakti merkið fyrr á þessu ári. Don Cano verður líka til sölu í nýrri Icewear Magasin verslun í Smáralind.

„Don Cano þekkir hvert einasta mannsbarn á Íslandi sem komið er á ákveðin aldur og við hjá Icewear erum gríðarlega spennt fyrir þessu samstarfi. Jan er mikill reynslubolti og hefur unnið með heimsþekktum vörumerkjum um árabil. Við erum því mjög stolt af því að fá þann heiður að opna fyrstu Don Cano verslunina á Íslandi og kynna Íslendinga aftur fyrir merkinu,“ segir Aðalsteinn Pálsson, framkvæmdastjóri Icewear.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Innlent

Ríkis­sjóður fær A í láns­hæfis­ein­kunn

Innlent

Gengisfall ef Seðlabankinn grípur ekki inn í

Innlent

Marel lýkur 19,5 milljarða fjármögnun

Auglýsing

Nýjast

Skotsilfur: Hreiðar úr stjórn Eyris Invest

Geti losað afland­skrónu­eignir að fullu

Bakka­varar­bræður flytja fé­lag úr landi

Raun­gengið lækkaði um fjögur prósent

Hagvöxtur 2,6 prósent á þriðja fjórðungi

Örn Al­freðs­son ráðinn fram­kvæmda­stjóri hjá Origo

Auglýsing