Við­skipta­vinir sem versla við Domin­os hér á landi geta nú borgað fyrir sínar pantanir með reiðu­fé en Domin­os hefur ekki tekið við reiðu­fé af sótt­varna­á­stæðum frá því að heims­far­aldur CO­VID-19 hófst. Breytingin tekur gildi rétt rúmu einu ári frá því að því var hætt.

„Öryggi starfs­fólks og við­skipta­vina er alltaf í fyrsta sæti og þetta skref er tekið til þess að tryggja þetta öryggi,“ sagði í færslu veitinga­staðarins á Face­book þann 15. apríl 2020. Var við­skipta­vinum þar bent á aðrar greiðslu­leiðir og fólk hvatt til að greiða fyrir fram.

Líkt og Frétta­blaðið greindi frá síðast­liðinn þriðju­dag var lög­regla kölluð til að úti­búi Domin­os á Skúla­götu þar sem við­skipta­vinur hafði reiðst því hann fékk ekki að greiða með reiðu­fé. Hann hafi því ógnað starfs­fólki og heimtað að fá pítsuna ó­keypis.

Fjöl­margir gagn­rýndu á­kvörðun Domin­os um að taka ekki við reiðu­fé í við­brögðum við þá frétt og var vísað til þess að margir notist að­eins við reiðu­fé. Komu þar upp vanga­veltur um hvort það væri lög­legt að neita að taka við reiðu­fé.

Fyrir­tækjum á Ís­landi er þó heimilt að hafna greiðslum neyt­enda með reiðu­fé og taka að­eins við raf­rænum greiðslum sam­kvæmt túlkun Seðla­bankans á lögum um gjald­miðil Ís­lands. Neyt­enda­sam­tökin hafa þó lagst ein­dregið gegn því.