Erlent

DNO eignast meirihluta í Faroe Petroleum

Norski olíu- og gasrisinn DNO hefur hækkað yfirtökutilboð sitt í breska félagið Faroe Petroleum.

Nordicphotos/Getty

Norska olíu- og gasfyrirtækið DNO hefur eignast meirihluta hlutafjár í olíuleitarfyrirtækinu Faroe Petroleum eftir að fyrrnefnda félagið hækkaði yfirtökutilboð sitt til hluthafa breska félagsins.

Forsvarsmenn DNO sögðu í tilkynningu sem þeir sendu frá sér í morgun að félagið réði nú yfir 52,44 prósentum hlutafjár í keppinautinum, Faroe Petroleum, í kjölfar kaupa á 8,65 prósenta hlut í breska félaginu til viðbótar. DNO hækkaði í gær tilboð sitt í hluti í Faroe Petroleum um ríflega fimm prósent, að því er segir í frétt Financial Times.

Stjórnendur DNO hafa unnið að því frá því í nóvember á síðasta ári að taka Faroe Petroleum yfir en þeir hafa sagt að markmið yfirtökunnar sé meðal annars að styrkja starfsemi félagsins í Norðursjó.

Forsvarsmenn breska olíufélagsins hafa tekið illa í áform DNO en til marks um það hefur stjórn Faroe Petroleum ítrekað hvatt hluthafa félagsins til þess að hafna tilboði Norðmannanna. DNO hótaði því á þriðjudag að skipta út þeim stjórnarmönnum Faroe Petroleum sem myndu reyna að koma í veg fyrir að yfirtakan næði fram að ganga.

DNO eignaðist í síðustu viku yfir 30 prósenta hlut í Faroe Petroleum en kaupin þýddu að yfirtökuskylda myndaðist gagnvart öðrum hluthöfum síðarnefnda félagsins.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Erlent

JP Morgan notast við taugavísindi í ráðningum

Erlent

Worldpay selt fyrir 43 milljarða dala

Erlent

Verja sig gegn hluta­bréfa­lækkunum í Boeing

Auglýsing

Nýjast

​Eyjólfur Árni gefur áfram kost á sér

Prentmet kaupir prentsmiðjuna Odda

Aukinn hagnaður Júpiters

178 milljóna króna gjaldþrot SPRON-félags

Már: Ég bjóst síður við þessu

Fé­lag um vind­myllur í Þykkva­bæ gjald­þrota

Auglýsing