Veitingastaðurinn Dirty Burger & Ribs tapaði 35 milljónum króna árið 2017 samanborið við 5 milljón króna tap árið áður. Tekjur jukust um tæplega fjórar milljónir króna á milli ára og námu 262 milljónum króna í fyrra.

Stóran hluta tapsins eða 27 milljónir króna má rekja til þess að félagið opnaði veitingastað við Hafnargötu í Reykjanesbæ á árinu 2016 og var honum lokað í september árið 2017. Stofnkostnaður staðarins að frádregnum afskriftum 2016 var gjaldfærður á síðasta ári. Auk þess jókst launakostnaður um 17 milljónir króna á milli ára.

DBR er í jafnri eigu Hermanns Agnars Sverrissonar kokks, Riverside Capital sem er í eigu Örvars Kærnested og GGH sem er að hluta í eigu fjölskyldu Magnúsar Ármann.

Dirty Burger & Ribs rekur þrjá veitingastaði; við Austurstræti, Miklubraut og Gnoðarvog.