Markaðurinn

Dirty Burger & Ribs tapaði 35 milljónum króna

Stóran hluta tapsins eða 27 milljónir króna má rekja til þess að félagið opnaði veitingastað við Hafnargötu í Reykjanesbæ á árinu 2016 og var honum lokað í september árið 2017. Stofnkostnaður

Dirty Burger & Ribs rekur þrjá veitingastaði. Fréttablaðið/Pjetur Sigurðsson

Veitingastaðurinn Dirty Burger & Ribs tapaði 35 milljónum króna árið 2017 samanborið við 5 milljón króna tap árið áður. Tekjur jukust um tæplega fjórar milljónir króna á milli ára og námu 262 milljónum króna í fyrra.

Stóran hluta tapsins eða 27 milljónir króna má rekja til þess að félagið opnaði veitingastað við Hafnargötu í Reykjanesbæ á árinu 2016 og var honum lokað í september árið 2017. Stofnkostnaður staðarins að frádregnum afskriftum 2016 var gjaldfærður á síðasta ári. Auk þess jókst launakostnaður um 17 milljónir króna á milli ára.

DBR er í jafnri eigu Hermanns Agnars Sverrissonar kokks, Riverside Capital sem er í eigu Örvars Kærnested og GGH sem er að hluta í eigu fjölskyldu Magnúsar Ármann.

Dirty Burger & Ribs rekur þrjá veitingastaði; við Austurstræti, Miklubraut og Gnoðarvog.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Innlent

Marel hækkað um 29 prósent frá áramótum

Innlent

Ásgeir: „Bitnar verst á þeim sem síst skyldi“

Innlent

Bjarnheiður segir boðun verkfalla veruleikafirrta leikfléttu

Auglýsing

Nýjast

Skotsilfur: Línur að skýrast

ISI sameinar dótturfélög í Suður-Evrópu

Reiknað með 1,7 prósent hagvexti í ár

Laun myndu hækka um allt að 85 prósent

Dró upp „hryggðar­mynd“ og vísaði í Game of Thrones

Nova hefur prófanir á 5G-tækni

Auglýsing