Diðrik Örn Gunnarsson hefur verið ráðinn faglegur framkvæmdastjóri MediaCom. Sérsvið hans í gegnum árin er stafræn markaðssetning. Þetta kemur fam í tilkynningu.

Í um 20 ár hefur hann aðstoðað fyrirtæki við að efla vöru- og markaðsstefnu bæði hér heima sem og á Norðurlöndunum, má þar t.d. nefna smásölurisann Coop í Noregi í því samhengi. 

Diðrik stundaði nám í markaðsfræði við The Danish Business Academy með áherslu á e-commerce.

Hann kenndi markaðsfræði við Háskólann í Tromsö (UIT) og vann hann þar við skrif á doktorsritgerð sinni um neytendahegðun. 

Diðrik Örn er með víðtæka reynslu úr hinum stafræna heimi og vinnur náið með Google. Diðrik er jafnframt stundakennari og leiðbeinandi við Háskólann í Reykjavík.

MediaCom er alþjóðlegt samskiptahús með skrifstofu í Reykjavík ásamt systurfyrirtækinu Cohn & Wolfe PR.