Inn­rás Rússa í Úkraínu og við­skipta­þvinganir vest­rænna ríkja á Rúss­land í kjöl­farið hafa haft slæmar af­leiðingar fyrir demanta­iðnaðinn þar sem um þriðjungur demanta heimsins koma frá rúss­neska demantarisanum Al­rosa PJSC, samkvæmt Bloomberg.

Af­leiðingar við­skipta­bannsins eru að höggva í starf­semi víða um heim en demanta­námur í Síberíu hafa verið stöðvaðar, demanta við­skipti Antwerp í Belgíu er að taka högg sem og slípunar stöðvar í Ind­landi og skart­gripa­verslanir í Banda­ríkjunum.

Stór skart­gripa­fy­ri­tæki eins og Tiffany & Co hafa til­kynnt að þau munu al­farið hætta að selja rúss­neska demanta og nú þegar brúð­kaups­tíðin er að skella á er miklar á­hyggjur af skorti. Skart­gripa­verslunin Signet gerir ráð fyrir um 2,5 milljónum brúð­kaupa í Banda­ríkjunum í ár sem yrði mesti fjöldi giftinga í landinu síðast­liðinn fjögur ár en Co­vid spilar stóra rulla þar.

Níu af hverjum tíu demöntum eru slípaðir til á Indlandi.
Fréttablaðið/EPA

Ind­land er mikil­vægasti hlekkurinn í keðjunni þegar það kemur að demöntum en níu af hverjum tíu steinum eru skornir og fín­pússaðir á Ind­landi. Nær helmingur allra demanta í Banda­ríkjunum koma frá Ind­landi.

Demanta­skorturinn í heiminum mun að öllum líkindum kosta Ind­verja um 2,5 milljarða Banda­ríkja­dala á þessum árs­fjórðungi.

Ind­verjar eru enn að flytja rúss­neska demanta til Banda­ríkjanna en einungis er um að ræða steina sem komu til landsins áður en við­skipta­þvinganirnar voru settar á. Reiknað að með forði þeirra á rúss­neskum demöntum muni klárast fyrstu vikuna í júní.