Innrás Rússa í Úkraínu og viðskiptaþvinganir vestrænna ríkja á Rússland í kjölfarið hafa haft slæmar afleiðingar fyrir demantaiðnaðinn þar sem um þriðjungur demanta heimsins koma frá rússneska demantarisanum Alrosa PJSC, samkvæmt Bloomberg.
Afleiðingar viðskiptabannsins eru að höggva í starfsemi víða um heim en demantanámur í Síberíu hafa verið stöðvaðar, demanta viðskipti Antwerp í Belgíu er að taka högg sem og slípunar stöðvar í Indlandi og skartgripaverslanir í Bandaríkjunum.
Stór skartgripafyritæki eins og Tiffany & Co hafa tilkynnt að þau munu alfarið hætta að selja rússneska demanta og nú þegar brúðkaupstíðin er að skella á er miklar áhyggjur af skorti. Skartgripaverslunin Signet gerir ráð fyrir um 2,5 milljónum brúðkaupa í Bandaríkjunum í ár sem yrði mesti fjöldi giftinga í landinu síðastliðinn fjögur ár en Covid spilar stóra rulla þar.

Indland er mikilvægasti hlekkurinn í keðjunni þegar það kemur að demöntum en níu af hverjum tíu steinum eru skornir og fínpússaðir á Indlandi. Nær helmingur allra demanta í Bandaríkjunum koma frá Indlandi.
Demantaskorturinn í heiminum mun að öllum líkindum kosta Indverja um 2,5 milljarða Bandaríkjadala á þessum ársfjórðungi.
Indverjar eru enn að flytja rússneska demanta til Bandaríkjanna en einungis er um að ræða steina sem komu til landsins áður en viðskiptaþvinganirnar voru settar á. Reiknað að með forði þeirra á rússneskum demöntum muni klárast fyrstu vikuna í júní.