Delta Air Lines byrjar í maí að fljúga dag­lega milli Ís­lands og þriggja borga í Banda­ríkjunum. Það er New York og Minnea­polis/St. Paul auk Boston, sem er nýr á­fanga­staður. Delta hefur undan­farin ár flogið til hinna borganna, að undan­skildu árinu 2020.

Í til­kynningu fé­lagsins kemur fram að á­kvörðun fé­lagsins að hefja aftur dag­legt flug til Ís­lands byggi á því að Ís­land er fyrsta Evrópu­landið til að heimila komu banda­rískra ferða­manna sem hafa fengið fulla bólu­setningu án þess að þeir þurfi að fara í sótt­kví.

„Við vitum að við­skipta­vinir okkar eru spenntir fyrir því að komast með öruggum hætti aftur út í heim. Eftir því sem traust á ferða­lögum eykst, þá vonumst við til að fleiri lönd opni fyrir bólu­settum ferða­mönnum og skapi þannig aukin tæki­færi fyrir fólk til að tengja og upp­lifa,“ segir Joe Esposito, fram­kvæmda­stjóri leiða­kerfis­stýringar Delta Air Lines, í til­kynningu.

Far­þegar Delta frá Banda­ríkjunum þurfa að færa sönnur á fullri bólu­setningu eða að þeir hafi náð sér af CO­VID-19. Far­þegar sem eru á leið til Banda­ríkjanna þurfa að sýna fram á nei­kvæða niður­stöðu úr CO­VID-19 skimun.

Sam­kvæmt til­kynningu frá fé­laginu er fyrsta brott­för til New York 1. maí, til Boston 20. maí og til Minnea­polis/St. Paul 27. maí.