Banda­ríska flug­fé­lagið Delta Air Lines hefur á­ætlunar­flug milli Kefla­víkur og Minnea­polis komandi föstu­dag, 24. maí. Flogið verður dag­lega, tvisvar á dag, til 3. septem­ber en fé­lagið flýgur nú þegar allt árið um kring til JFK flug­vallar í New York.

Um er að ræða þriðja sumarið í röð sem fé­lagið flýgur milli Kefla­víkur og Minnea­polis í Banda­ríkjunum, að því er segir í til­kynningu frá Delta.

„Alls býður Delta 5.400 flug­sæti á viku milli Ís­lands og Banda­ríkjanna í sumar, þegar eftir­spurnin er hvað mest,“ segir Rober­to I­ori­atti, fram­kvæmda­stjóri At­lants­hafs­flugs Delta Air Lines, í til­kynningunni.

Þá segir að Banda­ríkja­menn séu fjöl­mennastir er­lendra ferða­manna hér á landi og að frá því í mars 2018 fram í febrúar á þessu ári hafi 685 þúsund þeirra komið með flugi.