Skipulagsmál

Deilur um bílastæði til kasta Landsréttar

Deilt er um nýtingu bílastæða við Norðurturninn. Fréttablaðið/Eyþór

Félagið Norðurturninn, eigandi samnefndrar turnbyggingar við Smáralind, hefur áfrýjað til Landsréttar dómi Héraðsdóms Reykjaness sem sýknaði í síðasta mánuði Eignarhaldsfélagið Smáralind, sem er í eigu Regins, og Kópavogsbæ af kröfum Norðurturnsins.

Norðurturninn krafðist þess að viðurkennt yrði með dómi að kvaðir hvíldu á lóðunum Hagasmára 1 og Hagasmára 3, við Norðurturninn og Smáralind, um samnýtingu bílastæða og fráveitulagna og jafnframt um gagnkvæman umferðarrétt. Krafðist Norðurturninn viðurkenningar á því að sú kvöð veitti félaginu, sem eiganda Hagasmára 3, rétt til þess að nýta bílastæði á lóðinni við Hagasmára 1.

Auk þess krafðist Norðurturninn þess að deiliskipulag Smárans vestan Reykjanesbrautar yrði fellt úr gildi, en héraðsdómur vísaði þeirri kröfu frá dómi.

Reginn hefur sagt að niðurstaða dómsmálsins muni hafa óverulega fjárhagslega þýðingu fyrir félagið.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Skipulagsmál

Endur­gera Tryggva­götu og byggja upp Bæjar­torg

Innlent

Ó­gilda sam­runa Lyfja og heilsu og Apó­teks MOS

Innlent

Fjár­mála­reglurnar veita falskt öryggi

Auglýsing

Nýjast

Uber seldi skuldabréf fyrir tvo milljarða dala

Origo hækkaði um 5,77 prósent

Krónan réttir úr kútnum

Sala Domino's á Íslandi jókst um tæp 5 prósent

Már kynnti hugmyndir um innflæðishöftin

Greiðir milljarða í málskostnað vegna Tchenguiz

Auglýsing