Danske Bank hefur játað á sig sök í einu stærsta peninga­þvættis­máli sögunnar. Sam­kvæmt sam­komu­lagi sem bankinn gerði við banda­rísku ríkis­stjórnina hefur bankinn sam­þykkt að láta af hendi tvo milljarð Banda­ríkja­dali í illa fengnu fé.

Mun þetta er í fyrsta sinn sem dóms­mála­ráðu­neyti Banda­ríkjanna grípur til slíkra að­gerða gegn stærsta banka Dan­merkur.

Á­kvörðunin kom í kjöl­far ára­langrar rann­sókn á eist­neskt úti­bú Danske Bank sem notað hafði verið til að þvætta pening frá Rúss­landi og öðrum löndum í gegnum banda­ríska fjár­mála­kerfið.

Martin Blessing, stjórnar­for­maður Danske Bank, sagði að bankinn hafi sýnt yfir­völdum fulla sam­vinnu og sam­þykkir úr­skurðinn gegn sér. „Við viljum biðjast af­sökunar og tökum fulla á­byrgð á ó­við­unandi mis­tökum okkar í for­tíðinni sem eiga ekki heima hjá Danske Bank í dag.“

Sak­sóknarar í Banda­ríkjunum segja hins vegar að rann­sóknin muni halda á­fram en enginn ein­stak­lingur tengdur málinu hefur hingað til verið dæmdur. Bankinn viður­kenndi að hafa svikið banda­ríska banka frá árunum 2008 til 2016 með því að lofa vafa­sömum er­lendum við­skipta­vinum að þeir gætu not­fært sér eist­neska úti­búið sitt til að millifæra háar fjár­hæðir án mikils eftir­lits.