Danske Bank hefur játað á sig sök í einu stærsta peningaþvættismáli sögunnar. Samkvæmt samkomulagi sem bankinn gerði við bandarísku ríkisstjórnina hefur bankinn samþykkt að láta af hendi tvo milljarð Bandaríkjadali í illa fengnu fé.
Mun þetta er í fyrsta sinn sem dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna grípur til slíkra aðgerða gegn stærsta banka Danmerkur.
Ákvörðunin kom í kjölfar áralangrar rannsókn á eistneskt útibú Danske Bank sem notað hafði verið til að þvætta pening frá Rússlandi og öðrum löndum í gegnum bandaríska fjármálakerfið.
Martin Blessing, stjórnarformaður Danske Bank, sagði að bankinn hafi sýnt yfirvöldum fulla samvinnu og samþykkir úrskurðinn gegn sér. „Við viljum biðjast afsökunar og tökum fulla ábyrgð á óviðunandi mistökum okkar í fortíðinni sem eiga ekki heima hjá Danske Bank í dag.“
Saksóknarar í Bandaríkjunum segja hins vegar að rannsóknin muni halda áfram en enginn einstaklingur tengdur málinu hefur hingað til verið dæmdur. Bankinn viðurkenndi að hafa svikið bandaríska banka frá árunum 2008 til 2016 með því að lofa vafasömum erlendum viðskiptavinum að þeir gætu notfært sér eistneska útibúið sitt til að millifæra háar fjárhæðir án mikils eftirlits.