Aðdragandi málsins er sá að í janúar 2014 seldi Karl Wernersson Jóni Hilmari félagið Toska ehf. á 1.133.000 krónur, sem greiddar voru í desember sama ár.

Þrotabúið gerði dómskröfur um að kaupunum yrði rift og látin ganga til baka, en til vara að Jóni Hilmari yrði gert að greiða þrotabúinu ríflega 2,65 milljarða með dráttarvöxtum frá málshöfðunardegi.

Kröfunni um að kaupin yrðu látin ganga til baka var vísað frá dómi en fallist var á að kaupverð fyrirtækisins hefði ekki verið í samræmi við verðmæti þess. Að fengnu yfirmati dómskvaddra matsmanna var það niðurstaða dómsins að Jón Hilmar skyldi greiða þrotabúinu tæpar 465 milljónir, auk dráttarvaxta.