Costco hefur endurnýjað samning sinn við Skeljung um kaup á eldsneyti út árið 2020. Bandaríska verslunarkeðjan selur eldsneyti við vöruhús sitt í Kauptúni í Garðabæ. Þetta staðfestir Árni Pétur Jónsson, forstjóri Skeljungs, í samtali við Viðskiptablaðið.

„Við höfum átt í góðu samstarfi við Costco og erum búin að ganga frá samningi við þá um að Skeljungur muni sjá um eldsneytissölu til þeirra árið 2020. Það eru mjög góðar fréttir og staðfestir að það góða samstarf sem við eigum við þá sé að virka og gagnist báðum aðilum vel,“ sagði Árni Pétur við Viðskiptablaðið.