Controlant er há­tækni­fyrir­tæki á sviði raun­tíma vöktunar­lausna fyrir al­þjóð­lega lyfja­iðnaðinn.

Teymið skipa Vicki P­rei­bisch, for­stöðu­maður sjálf­bærni, Sigurður Pétur Markús­son og Unnur Þór­dís Kristins­dóttir sér­fræðingar í sjálf­bærni, en þau gengu öll til liðs við Controlant í lok síðasta árs. Sjálf­bærniteymið er hluti af Mann­auðs- og sjálf­bærni­sviði Controlant sem Elín María Björns­dóttir, fram­kvæmda­stjóri Mann­auðs og sjálf­bærni stýrir.

Gísli Herjólfs­son, for­stjóri og einn stofnanda Controlant, segir að sjálf­bærni hafi aldrei verið mikil­vægari fyrir við­skipta­vini, starfs­menn, birgja, lán­veit­endur og hlut­hafa og nú.

„Við hjá Controlant erum drifin á­fram af fram­tíðar­sýn okkar um að út­rýma sóun í einni mikil­vægustu og dýr­mætustu að­fanga­keðju í heimi. Með raun­tíma vöktunar­lausn okkar vinnum við stöðugt að því að auka öryggi, rekjan­leika og sjálf­bærni í flutningi lyfja. Ég er á­nægður með að hafa fengið Vicki til liðs við okkur. Vicki mun á­samt nýju sjálf­bærniteymi hraða sjálf­bærni­veg­ferð okkar og styðja við vöxt og virðis­aukningu til fram­tíðar,“ segir Gísli.

Vicki P­rei­bisch er nýr for­stöðu­maður sjálf­bærni hjá Controlant og mun í nýja hlut­verki sínu leiða sjálf­bærni­veg­ferð fyrir­tækisins. Ráðningin kemur í kjöl­far inn­leiðingar sjálf­bærni­stefnu Controlant, aðildar að al­þjóða­saminingi Sam­einuðu Þjóðanna um inn­leiðingu heims­mark­miða um sjálf­bæra þróun.

Vicki er með yfir 16 ára al­þjóð­lega reynslu úr al­þjóð­legu banka- og fyrir­tækja­um­hverfi. Hún er vottaður sér­fræðingur á sviði sjálf­bærni og lofts­lags­á­hættu (SCR) frá Global Association of Risk Pro­fessionals.

Vicki starfaði áður hjá Marel þar sem hún sinnti fjár­festa­tengslum og sjálf­bærni­málum frá árinu 2019. Hjá Marel leiddi Vicki sjálf­bærni skýrslu­gerð fé­lagsins og sá um sam­skipti við vottunar­aðila á sviði UFS mála, á­samt því að setja vísinda­leg mark­mið til að draga úr kol­efnislosun fé­lagsins. Áður en Vicki flutti til Ís­lands starfaði hún sem for­stöðu­maður á fjár­festinga­banka­sviðiCitigroup í Amsterdam og vann sem sér­fræðingur hjá Evrópska þróunar­bankanum í London.

Sigurður Pétur Markús­son er með B.Sc. gráðu í við­skipta­fræði og M.Sc. gráðu í stjórnun ný­sköpunar frá Há­skólanum í Reykja­vík. Í náminu fór Sigurður í skipti­nám til IÉ­SEG School of Mana­gement í París þar sem hann stundaði nám í tvær annir. Sigurður er mikill á­huga­maður um sjálf­bærni­mál. Í námi sínu ein­beitti hann sér að sjálf­bærri þróun og tók þátt í fjölda­mörgum ný­sköpunar­keppnum þar sem hann sam­einaði á­huga sinn á sjálf­bærni og ný­sköpun.

Sigurður kom einnig fram fyrir hönd Há­skólans í Reykja­vík á ráð­stefnu um hring­rásar hag­kerfið í Búkarest og á Uni­versity Startup World Cup í Kaup­manna­höfn. Hann hefur einnig tekið þátt í að setja á fót fyrir­tæki á sviði kol­efnis­jöfnunar og verið í tvö­földu starfs­námi í sjálf­bærniteymi ný­sköpunar­deildar Marel.

Unnur Þór­dís Kristins­dóttir er með B.Sc. gráðu í við­skipta­fræði frá Há­skólanum í Reykja­vík og fjallaði loka­verk­efni hennar um UFS á­hættu­mat í smá­sölu mat­væla. Á meðan hún stundaði námið fór hún í skipti­nám til Esa­de við­skipta­há­skóla í Barcelona. Með­fram námi tók Unnur starfs­nám hjá Iceland Sea­food I­béri­ca þar sem hún fram­kvæmdi markaðs­rann­sókn í tengslum við frosnar fiska­furðir.

Unnur starfaði áður sem greinandi hjá Marel þar sem hún vann með for­stöðu­manni al­þjóð­legs sölu­sviðs við upp­byggingu nýrrar sölu­einingar. Í starfi sínu hjá Marel sá Unnur um að setja upp mæla­borð fyrir árangurs­mæli­kvarða, al­þjóð­lega upp­gjörs­fundi, styðja við rekstur sölu­deildarinnar auk þess að taka þátt í verk­efnum á sviði sjálf­bærrar þróunar.