Controlant, sem lék lykilhlutverk í dreifingu bóluefna fyrir lyfjarisann Pfizer í gegnum heimsfaraldurinn stendur fyrir afmælisviðburði á morgun miðvikudag þar sem stofnendur fyrirtækisins ásamt lykilstarfsmönnum fara yfir söguna og ævintýralegan vöxt fyrirtækisins undanfarin tvö ár.

Hugmynd sem upphaflega kviknaði hjá tveimur háskólanemum og kennara þeirra umbreyttist á fáum árum í tækni og vélbúnað sem fylgist með flutningi lyfja og tryggir örugga afhendingu þeirra.

Controlant státar af fáheyrðum vexti á undraskömmum tíma. Úr 50 starfsmönnum í 370 manna fyrirtæki með fasta samninga við flest stærstu lyfjafyrirtæki heims.

Viðburðurinn verður haldinn í aðalsal Grósku hugmyndahúss á morgun miðvikudag klukkan 17 og er hluti af nýsköpunarviku.