Erlent

Comcast hækkar tilboð sitt í Sky

Fréttablaðið/Getty

Bandaríski sjónvarpsrisinn Comcast hefur hækkað yfirtökutilboð sitt í evrópska fjölmiðlafyrirtækið Sky og yfirboðið þar með veldi Rupert Murdochs, 21st Century Fox. Í tilboði Comcast er Sky er metið á 26 milljarða punda sem jafngildir um 3.680 milljörðum króna.

Forsvarsmenn Comcast sögðust í tilkynningu hafa ákveðið að hækka tilboð sitt í Sky í 14,75 pund á hlut en fyrra tilboð frá því í apríl hljóðaði upp á 12,5 pund á hlut.

Útspil Comcast kom í kjölfar þess að Fox hækkaði tilboð sitt í 61 prósents hlut Sky í 14 pund á hlut en Fox á fyrir 39 prósenta hlut í evrópska fjölmiðlafyrirtækinu.

Hlutabréf í Sky hækkuðu um tvö prósent í verði eftir að Comcast greindi frá nýjasta yfirtökutilboði sínu.

Fox nýtur við yfirtökutilraunina stuðnings bandaríska fjölmiðlarisans Disney, en Disney hefur hug á að eignast hluta af eignum og rekstri Fox, þar með talið 39 prósenta hlut þess í Sky.

Fox-fjölmiðlasamsteypan mun minnka nokkuð ef kaup Disney ganga í gegn, en Rupert Murdoch og synir hans munu þó halda áfram að reka Fox-sjónvarpsstöðina í Bandaríkjunum, Fox News-fréttastöðina og ýmsar íþróttarásir Fox.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Erlent

Upp­ljóstrarinn beinir spjótum að Deutsche Bank

Erlent

Vandi Ítalíu krufinn

Erlent

Netflix: Barátta Hollywood við algrím

Auglýsing

Nýjast

Þriggja milljarða söluhagnaður Origo vegna Tempo

Hlutabréf í Eimskip og Kviku rjúka upp

Meniga semur við þriðja stærsta banka Suð­austur-Asíu

Sjóvá sendir frá sér afkomuviðvörun

Kaup­verðið á GAMMA 2,4 milljarðar króna

Samkaup boðar breytingar

Auglýsing