Erlent

Comcast hækkar tilboð sitt í Sky

Fréttablaðið/Getty

Bandaríski sjónvarpsrisinn Comcast hefur hækkað yfirtökutilboð sitt í evrópska fjölmiðlafyrirtækið Sky og yfirboðið þar með veldi Rupert Murdochs, 21st Century Fox. Í tilboði Comcast er Sky er metið á 26 milljarða punda sem jafngildir um 3.680 milljörðum króna.

Forsvarsmenn Comcast sögðust í tilkynningu hafa ákveðið að hækka tilboð sitt í Sky í 14,75 pund á hlut en fyrra tilboð frá því í apríl hljóðaði upp á 12,5 pund á hlut.

Útspil Comcast kom í kjölfar þess að Fox hækkaði tilboð sitt í 61 prósents hlut Sky í 14 pund á hlut en Fox á fyrir 39 prósenta hlut í evrópska fjölmiðlafyrirtækinu.

Hlutabréf í Sky hækkuðu um tvö prósent í verði eftir að Comcast greindi frá nýjasta yfirtökutilboði sínu.

Fox nýtur við yfirtökutilraunina stuðnings bandaríska fjölmiðlarisans Disney, en Disney hefur hug á að eignast hluta af eignum og rekstri Fox, þar með talið 39 prósenta hlut þess í Sky.

Fox-fjölmiðlasamsteypan mun minnka nokkuð ef kaup Disney ganga í gegn, en Rupert Murdoch og synir hans munu þó halda áfram að reka Fox-sjónvarpsstöðina í Bandaríkjunum, Fox News-fréttastöðina og ýmsar íþróttarásir Fox.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Erlent

Bill Gates vill hækka fjár­magns­tekju­skatt

Erlent

Breskt flug­fé­lag fellir niður flug og lýsir yfir gjald­þroti

Erlent

Deutsche Bank greiðir hæstu vextina

Auglýsing

Nýjast

Stjórn Klakka telur skil­yrði um rann­sókn ekki upp­fyllt

Ólögleg smálán valdi mestum vanda

Gefur Kviku sama frest til að hætta við kaup á GAMMA

Ármann: „Höfum ekkert með stjórn GAMMA að gera“

Tíu prósenta fækkun flugsæta í sumar

Taka 4 millj­arð­a úr Kvik­u láti þeir ekki af „grimmd­ar­­verk­um“

Auglýsing