Cintamani mun brátt opna á ný en Ís­lands­banki hefur sam­þykkt kaup­til­boð í fé­lagið. Þetta kemur fram á mbl.is en þar er haft eftir Margréti Ásu Eð­varðs­dóttur, sem hefur um­sjón með sölunni hjá bankanum, að gert sé ráð fyrir því að reksturinn hefjist brátt að nýju.

Líkt og Frétta­blaðið greindi frá til­kynnti stjórn fyrir­tækisins þann 29. janúar síðast­liðnum að fé­lagið hefði verið tekið til gjald­þrota­skipta. Þar kom fram að rekstur fé­lagsins hefði verið þungur síðast­liðnu ár. Til­raunir til að ná á­fram­haldandi rekstrar­hæfi fé­lagsins hafi verið háðar frekari fjár­mögnun sem ekki hafi náðst.

Frá falli fyrir­tækisins hafa við­skipta­vinir sem átt hafa inn­eignanótur og gjafa­bréf setið eftir í ó­vissu. Einn við­skipta­vinur hafði sam­band við Frétta­blaðið í byrjun febrúar og kvartaði sáran yfir því að fá engar upp­lýsingar um hvort hann gæti nýtt 70 þúsund króna inn­eignar­nótu sem honum hafði á­skotnast frá fyrir­tækinu.

Margrét Ása getur ekki greint frá því hver kaupandinn að Cintamani er. Vonast er til þess að búið verði að ganga endan­lega frá kaupunum í næstu viku. Inni­falið eru meðal annars allur lager fyrir­tækisins, lénið og vöru­merkið.