Innlent

CenterHotels hagnaðist um 297 milljónir í fyrra

Hagnaður hótelkeðjunnar CenterHotels nam tæpum 300 milljónum króna í fyrra. Rekstrartekjurnar jukust um 27 prósent á milli ára.

Kristófer Oliversson, framkvæmdastjóri og eigandi CenterHotels. Fréttablaðið/Eyþór

CenterHotels skilaði liðlega 297 milljóna króna hagnaði á síðasta ári samkvæmt nýbirtum ársreikningi hótelkeðjunnar. Til samanburðar hagnaðist keðjan um 53 milljónir árið 2016.

Rekstrartekjur CenterHotels, sem rekur sex hótel í miðborg Reykjavíkur, námu ríflega 3,8 milljörðum króna í fyrra og jukust um 27 prósent frá fyrra ári þegar þær voru um 3 milljarðar. Keðjan seldi gistingu fyrir alls 3,4 milljarða á síðasta ári en veitingasala og aðrar tekjur námu samanlagt um 465 milljónum.

Rekstrargjöld hótelkeðjunnar námu tæpum 3,3 milljörðum króna á síðasta ári og hækkuðu um 17 prósent frá fyrra ári þegar þau voru um 2,8 milljarðarkróna. Laun og launatengd gjöld námu hátt í 1,4 milljörðum króna á síðasta ári, borið saman við rúmlega 1,1 milljarð árið 2016, en alls voru að meðaltali um 194 stöðugildi hjá hótelkeðjunni í fyrra. Til samanburðar voru stöðugildin að meðaltali 164 árið 2016.

EBITDA keðjunnar - hagnaður fyrir afskriftir, fjármagnsliði og skatta - nam um 696 milljónum króna í fyrra borið saman við 365 milljónir króna árið 2016.

CenterHotels átti eignir upp á tæpa 3,9 milljarða króna í lok síðasta árs og var eigið fé keðjunnar á sama tíma um 446 milljónir króna. Var eiginfjárhlutfallið því um 11 prósent.

Hótelkeðjan er sem kunnugt er í eigu hjónanna Kristófers Oliverssonar, sem er jafnframt framkvæmdastjóri, og Svanfríðar Jónsdóttur. Rekur keðjan hótelin Plaza, Miðgarð, Arnarhvol, Þingholt, Klöpp og Skjaldbreið og er til viðbótar með tvö hótel í undirbúningi sem verða opnuð á næsta ári. 

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Innlent

Krónan ekki veikari í meira en tvö ár

Innlent

Samþykkir kaupin á CP Reykjavík

Innlent

Afkoma Origo betri en áætlað var

Auglýsing

Nýjast

Vilja reka Zucker­berg úr stóli stjórnar­for­manns

Vá­­­trygginga­­fé­lögin styrkja hjarta­deild um 18 milljónir

Sjóðsfélagar njóta forgangs við úthlutun íbúða

Aldrei erfiðara að kaupa fyrstu eign

Að geta talað allan daginn hentar vel

Lítil virkni háir hluta­bréfa­markaðinum

Auglýsing