Landsréttur staðfesti í dag dóm héraðsdóms frá því í október í fyrra að hótelkeðjunni Center­hotels beri að greiða fasteignafélaginu Reitum rúmlega 200 milljónir vegna framkvæmda þegar húsnæði við Aðalstræti 68 var gert upp. Centerhotels reka þar Center­hotel plaza. Þetta kemur fram í frétt á mbl.is

Center­hotels leigði um árabil húsnæðið í Aðalstræti af Reitum og áður af Landic Iceland. Á þeim tíma va farið í ýmsar framkvæmdir og var samið um að Reitir myndu greiða fyrir framkvæmdir, en Center­hotels myndu greiða þá upphæð til baka samhliða leigugreiðslum. Færi keðjan úr húsnæðinu þyrfti að greiða það sem upp á vantaði.

Keypt fyrir 2,5 milljarða króna

Árið 2016 nýtti hótelkeðjan forkaupsrétt og keypti húsnæðið fyrir 2,5 milljarða. Þá stóð út af rúmlega 200 milljóna framkvæmdakostnaður. Taldi Center­hotels að þar sem ekki væri tilgreint sérstaklega í samningi hvað yrði um eftir­stöðvarnar ef keðjan myndi kaupa húsið bæri því ekki að greiða upphæðina, segir í fréttinni.