Innlent

CCP selt til Suð­ur-Kór­e­u á 46 millj­arð­a

Kóreski leikja­fram­leiðandinn Pearl Abyss hefur keypt ís­lenska tölvu­leikja­fram­leiðandann CCP sem gefur út leikinn EVE On­line. Kaup­verðið nemur alls 425 milljónum dala sem er jafn­virði um 46 milljarða ís­lenskra króna.

Hilmar Veigar Pétursson, forstjóri CCP. Fréttablaðið/Anton Brink

Kóreski leikja­fram­leiðandinn Pearl Abyss hefur keypt ís­lenska tölvu­leikja­fram­leiðandann CCP sem gefur út leikinn EVE On­line. Kaup­verðið nemur alls 425 milljónum dala sem er jafn­virði um 46 milljarða ís­lenskra króna. 

Eftir við­skiptin mun Pearl Abyss, sem gefur meðal annars út leikinn Black Desert On­line, eiga allt hluta­fé CCP. Sam­kvæmt samningnum sem fyrir­tækin hafa undir­ritað, þá mun CCP starfa á­fram sem sjálf­stæð heild og halda á­fram ó­breyttum rekstri leikja­stúdíóa sinna í Reykja­vík, London og Sjang­hæ að því er fram kemur í til­kynningu. 

Pearl Abyss leikja­fyrir­tækið var stofnað árið 2010 og gaf fyrst út fjöl­spilunar­leikinn Black Desert On­line í Kóreu árið 2014. Frá því að fyrir­tækið var skráð á hluta­bréfa­markað árið 2017 hefur það unnið mark­visst að því að kaupa al­þjóð­lega leikja­fyrir­tæki á borð við CCP til að vaxa enn hraðar á heims­vísu. 

Verð­mæti fyrir­tækisins við síðustu við­skipti í kóresku kaup­höllinni var jafn­virði ríf­lega 300 milljarða ís­lenskra króna. Þá sló Pearl Abyss tekju­met á fyrri helmingi þessa árs þegar far­síma­út­gáfa Black Desert Mobile kom út í Kóreu. 

„Fyrir­tækið vonast til að 2019 verði einnig mjög gott ár þegar EVE On­line bætist við og þegar far­síma­út­gáfa Black Desert Mobile verður gefin út á heims­vísu,“ segir í til­kynningunni.

Hilmar Veigar Péturs­son, for­stjóri CCP, segir Pearl Abyss vera spennandi og ört vaxandi fyrir­tæki. 

„Það hefur margt nýtt fram að færa hvað varðar tækni, getu og fram­tíðar­sýn. Ég held að fyrir­tækin geti lært mikið hvort af öðru. Við erum spennt að taka saman höndum með þeim og ná nýjum hæðum með bæði fyrir­tækin, leikina sem við þróum og - það sem mestu skiptir – spilarana okkar.“ 

Pearl Abyss naut ráð­gjafar Deutsche Bank og lög­manns­stofanna Kim & Chang og LEX við kaupin. CCP til að­stoðar voru The Raine Group og lög­manns­stofurnar White & Case LLP og LOGOS.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Innlent

Jón Diðrik fer úr stjórn Skeljungs

Innlent

Líf og sál til liðs við Siðferðisgáttina

Innlent

Sandra nýr verk­efna­stjóri Ís­lenska bygginga­vett­vangsins

Auglýsing

Nýjast

Horner dregur framboð sitt til baka

Tómas Már tekur sæti í stjórn Íslandsbanka

Loðdýrabú á Íslandi rekin með tapi frá 2014

Bjarni sest nýr í stjórn Símans

Hrönn fjórði stjórnandinn sem fer frá Sýn

Bjóða upp á fast leigu­verð í sjö ár

Auglýsing